Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 142
142
Páll Briem.
kenna öðrum börnum, fara tiltölulega mjiig fækkandi.
1897 var bannað, að börn mættu kenna yngri en J5 ára,
og eru menn á eitt mál sáttir um, að best væri að banna
þess konar kennslu með öllu. Á síðari árum hefur verið
lagt hið mesta kapp á að bæta kennarafræðsluna á Eng-
landi, og eru kennarar í stórborgunum farnir að jafnast
við hina bestu kennara annars staðar.
Kennarar bafa bærri laun en á f>ýskalandi. feir. sem
liafa tekið fullkomið próf, hafa haft að meðaltali um 2200
kr. í árleg laun. I>eir fengu ofurlítil eptirlaun á árunum
1840—62, svo var því hætt, en árið 1875varaptur byrj-
að á að veita eptirlaunastyrk.
Kennsluráðaneytið hefur smásaman aukið og bætt,
umsjónina með skólunum, fað hefur nú milli 3 og 400
umsjónarmenn, sem gefa árlegar skýrslur um skólana og
kennsluna í þeim.
Á síðari árum hafa verið sett lög um fræðslu barna,
sem eru blind, mállaus og heyrnarlaus, siðspilltra barna
o. s. fr. En það er eigi rúm til þess að ræða um þau.
Jeg skal að eins fara fáeinum orðum um kvöldskóla fyrir
unglinga. far er engin skólaskylda, en aðsókn að þessum
skólum hefur aukist ákaflega á síðustu árum.
í þessa skóla mega ganga unglingar frá 12—21 árs
aldurs. Skólarnir fengu fyrst styrk úr ríkissjóði árið 1855,
en þeirra gætti lítið. Um 1880 minnkaði jafnvel aðsókn-
in að þeim. og gengu að eins 26 þús. unglinga 1 þá ár-
ið 1886, árið 1893 voru nemendur otðnir 115 þús., en
síðan liafa þeir farið jafnt og þjett fjölgandi, og voru ár-
ið 1898 orðnir 435 þús., en af þeini voru 120 þús. yngri
en 14 ára. í unglingaskólunum má kenna allt, sem má
kenna í barnaskólum, en auk þess margar aðrar náms-