Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 47
Menntun barna og uuglinga.
47
mikinn hug menu höfðu á því, að bæta menntun almenn-
ings. af því, áð um sömu mundir var Balle biskup búinn
að semja tillögur um bætur á skólamálum í öllu ríkinu,
og sendi þær til stjórnarinnar þremur dögum síðar. Árið
1789 voru gerðar miklar umbætur í þessu efni á Norður-
Sjálandi, og sama árið var sett nefnd um skólamál í allri
Danmörku. í nefnd þessa voru skipaðir 7 menn, og mtð-
al þeirra Kr. Reventlow og Balle. Lúðvík Reventlow fjekk
sæti í nefndinni ári síðar.
Skólanefnd þessi starfaði í 25 ár; býr alþýðumenntun
Dana að framkvæmdum hennar enn þann dag í dag.
Hið fyrsta, sem nefndin tók sjer fyrir hendur, var að
sjá um, að barnakennarar gætu fengið betri fræðslu. Ljet
hún því setja kennaraskóla í Blágarði í Kaupmannahöfn,
og var byrjað að kenna þar árið 1791. |>remur árum
síðar fjekk L. Reventlow því framgengt, að settur var
kennaraskóli á eignum hans á Fjóni; var kennslan bafln
þar árið 1795.
Um þessar mundir voru kennslubækur handa börnnm
nálega engar; ákvað nefndin því, að láta rita haganlegar
kennslubækur handa þeim. |>á samdi Balle biskup barna-
lærdómsbók sína, en nefndin breytti henni í ýmsu og jók
hana um þriðjung; var hún síðan löggilt 1794. Nefnd-
in gerði einnig tilraunir til þess að fá kennslubækur í
sögu, landafræði, náttúrufræði, lögfræði og landbúnaði, en
tilraunir þessar tókust misjafnlega, enda fóru einstakir
menn þá að rita bækur fyrir börn bæði kennslubækur og
lestrarbækur, sem voru notaðar lengi síðan.
Jafnframt þessu starfaði nefndin að því, að semja
frumvarp til laga um menntun barna og unglinga; lauk
hún við það árið 1799. Sama ár voru seítir fátækraskól-