Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 71
Menntun barna og unglinga.
71
en hún hefur á síðari árum rutt sjer til rúms víða í Dan-
mörku, og er lögboðin við smábarnaskóla. Skoðunar-
kennsla byggist á þeirri einföldu og eðlilegu setningu
í uppeldisfræðinni, að barnið á ekki að læra orðið út
af fyrir sig, heldur á eptir mætti að sýna því, hvað orðið
þýðir. þegar talað er um demant, þá á að sýna því de-
mant. fegar talað er um ljon, þá á að sýna því ijón
eða svo góða mynd af ljóni, sem hægt er. Kennslan verð-
ur, ef svo má segja, áþreifanleg. Skilyrði skoðunarkennsl-
unnar eru góð skólaáhöld, góð söfn og góðir kennarar.
Skoðunarkennslan er í bernsku í Danmörku, en ryður sjer
meira og meira til rúms, og að sama skapi verður kennsla
í sagnafræði, landafræði og allri náttúrufræði smásaman
betri og fullkomnari.1)
1) Kirkju- og kennslumálaráðgjafinn, biskup Sthyr, ritaði öllum
skólastjórnum utan Kaupmannahafnar umburðarbrjef 6. apr.
1900 um kennslu í barnaskólunum (Ministerialtidenden for
1900. A. nr. 13). Vil jeg taka hjer upp leiðboiningar ráð-
gjafans, að því er snertir kennslu í trúbrögðum, sögu og
landafræði, því að þau sýna að nokkru leyti, hvernig kennslu
í barnaskólum er háttað í Daumörku, og þær sýna að stefn-
an er hjer í raun og veru hin sama sem í Svisslandi, erjeg
gat um í innganginum (Lögfr. IV. 1900, bls. 118). Orð ráð-
gjafans hljóða þannig:
Trúarbrögð. Tilgangur með trúarbragðakennslu í skól-
unum er fyrst og fremst: að vekja guðræknistilfinningar
barnanna, og að veita þessari tilfinningu þann styrk og afl,
að barnið geti byggt á henni siðsamlegt liferni. Aðalatriðið
í kennslunni er þvi, að kennarinn bæði komi fram í öllu líf-
erni sínu eins og sannkristinn maður, og að hann geti haft
persónuleg áhrif á tilfinniuga- og viljalíf barnanna. En til
þoss að veita barninu stuðning í lífi sinu, er nauðsynleg
söun þekking á kristnum fræðum. Fyrir því þarf að veita