Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 102
102
Páll Briem.
sungið, svo að hann væri fær um að nota sönginn sem
þýðingarmikinn lið í kennslunni, og gæti látið börnin hafa
sönginn um hönd sjer til gleði og hressingar, — Nú er
heimtað að sjerhver barnakennari sje eigi að eins fær um
að syngja, heldur geti einnig leikið á eitt eður fieiri
hljóðfæri.
2. Lúter sagði, að fræðsla í biblíunni væri mikilsVerð-
ari, en öll önnur fræðsla. — J>etta hefur orðið grundvall-
arkenning í allri uppeldisfræði f>jóðverja.
3. Lúter hjelt því fram, að barnakennarinn ætti að
vera vel metinn, og að honum yrði ekki launað með tóm-
um peningum. — Af þessari kenningu Lúters hefur leitt,
að barnakennarar njóta almennrar virðingar um endilangt
J>ýskaland.
4. Lúter heimtaði skólaskyldu barna. — þ>essari kröfu
hefur orðið svo algjörlega fullnægt, að nú dettur engum
manni í hug, að annað geti átt sjer stað. þ>að erjafnvel
orðin nálega undantekningarlaus regla, að börn fara í skóla
hvern einasta skóladag í árinu, nema gildar ástæður sjeu
til annars.
5. Lúter kenndi, að það ætti að ala börnin upp sam-
kvæmt lögum náttúrunnar. — í þessu hóf hann umbæt-
ur á skólunum, sem hafa haft dásamlegan árangur.ii1)
Siðabót Lúters studdi sig við skóla og inenntun æsku-
lýðsins. þetta hafði í för með sjer, að katólska kirkjan á
J>ýskalandi fór einnig að hugsa um menntun æskulýðsins.
J>að hafði ennfremur nokkur áhrif, er mótmælendur
skiptust í tvo flokka. Lúterska kirkjan og endurbætta
kirkjan kepptust hvor við aðra, að efla menntun æsku-
lýðsins.
1) Seeley, The common-school system of Germany. bls. 17—18.