Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 128
128
Páll Briem.
I einni grein á kennslan í unglingaskólunum að stefna
að því, að veita neníendunum almenna fræðslu, og það er
um stöðu hvers manns sem borgara í þjóðfjelaginu. petta
er nauðsynlegt af því, að þjóðfjelagið verður að byggja
stjórn sína á einstaklingunum. En það er venjulega börn-
um ofvaxið, að skilja þegnfjelagsfræði eða hagfræði, en
unglingum er það ekki ofvaxið, ef kennslan er góð.
Loks má geta þess, að unglingsaldurinn er hættuleg-
astur tími, að því er snertir trú og siðgæði. Unglingarn-
ir þurfa að hafa stuðning um þennan tíma, en reynslan
sj'nir, að foreldrarnir láta unglingana afskiptalausa. f»eir
fara frá þeim til vandalausra og verða opt siðlausum
mönnum að bráð. f>að verður því að veita unglingunum
einhvern siðferðislegan stuðning, og þetta getur skólinn
gjört. f>að hafa sýnt bæði þjóðverjar og Danir.
f>etta, sem nú hefur verið sagt, gildir engu síður um
stúlkur en um pilta.
Störf piltanna eru mikils verð, en störf stúlknanna
eru ekki síður þýðingarmikil, því að undir þeim er mest
komið hreinlætið, meðferðin á börnunum, tilbúningur mat-
arins, sem vjer nærumst á, gagnið af kúnum, meðferðin á
eigunum, hagnýting þeirra o. sv. frv.
Forvígismenn unglingamenntunar heimta skólaskjddu,
og eru ástæður þeirra þessar:
Unglingarnir þekkja ekkilífið. f>eim er ekki ljóst, hversu
menntunin er nauðsynleg. f>eir hafa sjaldan nægilegt
viljaþrek eða sjálfsafneitun til þess, að ganga reglulega í
skóla. Að vísu gjöra ýmsir námfúsir unglingar þetta, en
letingjarnir gjöra það ekki, og þeir gjöra það heldur ekki,
sem gjálífið er farið að teyma afvega, en það eru þó ein-
mitt þessir unglingar, sem þjóðfjelagið verður umfram allt