Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 167
Menntun barna og unglinga.
1G7
Árið 1900 fengu 140 sveitakennarar styrk úr lands-
sjóði, er var að meðaltali á hvern tæpar 40 kr. Eins og
eðlilegt er, hefur alþýða manna lítið vit á kennslumálum,
og því hugsa flestir um, að fá sveitakennarana sem ódýr-
asta. Venjulega eru þeir ekki matvinnungar, því að þeir
fá ekkert fyrir fötum; sumstaðar greiða menn þeim sem
kaup 16—33 aura á dag, en þá verða þeir stundum að
leggja börnunum til ritföng o. s. fr. af kaupi sínu. Venju-
lega eru kennararnir ráðnir eins og kaupafólk, og því er
eðlilegt, að sveitakennslunni sje mjög ábótavant. Kennslu-
greinarnar eru: lestur, kristindómur, skript, reikningur og
rjettritun, og er þetta minna, en heimtað er í nokkru sið-
uðu landi.
Ýmsir sveitakennararnir leysa starf sitt miklu betur
af hendi, en búast má við eptir borguninni, sem þeir fá,
en sumir þeirra eru svo, að þeir ukunna t. d. hverginærri
vel sjálfir að reikna, skrifa eða rita rjett mál,« og enn
aðrir leggja litla rækt við starf sitt.1) Sveitakennarar
kenna opt ekki nema 5—8 börnum í einu og stundum
ekki nema 2 börnum, og svo njóta börnin stundum eigi
kennslu nema 1—5 vikur. Kennslugögn eru venjulega
engin. Sveitakennslan fer stundum fram í baðstofum inn-
an um annað fólk, og í heild sinni er húsnæðið venjulega
mjög vont.2) Ögmundur Sigurðsson kennari hefur ritað
um skóla á Suðurnesjum, og lýsir hann einni skólastofu,
sem höfð var þar til sveitakennslu, á þessa leið:
»í kennslustofunni er næg birta, ef ekki væru trje-
rúður í gluggum; stærð hennar er 5Y2x5’/2x3 álnir.
1) Sjá Alþ. tíð. 1899. A. bls. 674. Sbr. Heimilisblaðið. 1895. bls. 130.
2) Sbr, Heimilisblaðið. 1895. bls. 130.