Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 38
38
Páll Briem.
sinni í viku á þeim stað og tíma, er sóknarpresturinn
til tæki.
|>egar þess er gætt, hvernig menntunarástand al-
mennings var á þessum tímum, þá má með fullum rjetti
segja, að siðabótarmennirnir tækju djúpt í árinni, enda
urðu framkvæmdirnar minni, en til var ætlast.
Latínuskólar voru stofnaðir víða í Danmörku, en
livergi nærri í hverjum kaupstað. Yfi völdin settu enga
skriptarskóla, nema ef til vill í kaupstöðunum. I dönsku
lögum Kristjáns fimmta, sem voru lögleidd 1683, er á-
kvæðunum um skriptarskólana breytt þannig, að yfirvöld-
in áttu að eins að setja skriptar-og reikningsskóla í hverj-
um kaupstað (2—18—13). En þessi fyrirmæli voru eins
og ákvæði ordinansíunnar um sama efni, að því er sjeð
verður, mjög þýðingarlítil.
J>að, sem aptur á móti varð að gagni, voru ákvæðin
um djáknakennsluna. Eptir siðabótina varð hún almenn,
enda er aðaláherslan lögð á hana í dönsku lögum. þ>ar er
kveðið svo á, að prestarnir skuli láta djáknana kenna
æskulýðnum kristilegan barnalærdóm. Ennfremur er prest-
unum boðið að áminna foreldrana um, að kenna ungling-
um á heimilum sínum allt, sem þeir hafi sjálfir lært og
kunni (2—6—1, 2 og 2—15—2). J>essi síðustu ákvæði
voru í raun rjettri mjög skynsamleg. A siðabótartímunum
lærðu ýmsir bændur að lesa, en síðan varð það venja, að
þeir kenndu börnum sínum það, sem þeir höfðu lært sjálfir.
J>að er þessi venja, sera er lögleidd í dönsku lögum.
J>ó að menntunin yrði eigi eins mikil, og siðabótar-
mennirnir höfðu ætlast til, þá hafði siðabótin þó í för með
sjer aukna almenningsmenntun. J>að var djáknakennslan
og foreldrafræðslan, sem báru uppi menntun almennings,