Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 138
138
Páll Rriam.
unglinffa gat eigi komist í viðunandi horf nema því að
eins, að ríldð tæki hana að sjer.
Árið 1868 kom frjálslyndi flokkurinn til valda, og
væntu menn þá, að hann myndi tafarlaust takmarka frelsi
manna í kennslumálum, og Iðgleiða skólaskyldu. Glad-
stone var æðsti ráðgjafi, en sá maður, sem hafði keiinslu-
málin til umsjár, hjet Forster. Hann fjekk samþykkt lög
um barnakennslu árið 1870, Síðan hafa mörg lög verið
sett um fræðslu barna, og liafa framfarir í þeim efnum
orðið stórkostlegar, einkum á síðari árum.
Vjer skulum nú tala um helst.u atriðin í þessu efni,
og skulum vjer þá fyrst nefna skólaskyldu barna.
Eins og áður er sagt, hjeldu kirkjufjelögin uppi skól-
um fyrir börn. þ>au fengu styrk úr ríkissjóði, en að öðru
leyti var skólum haldið uppi með samskotum. Börn voru
eigi skyld að ganga í skólana, og voru þeir því illa sóttir.
Um Í870 hjeldu fjelögin uppi nálega 9000 skólum, og
gengu í þá liðug 1 milj. barna á ári hverju. En skólarnir
voru allt of fáir, og var álit manna, að hjer um bil 1
milj. barna gengi í engan skóla.1) þurfti því sem
fyrst að fá skóla. þar sem þörf var fyrir þá. Með lögun-
um 1870 voru skólar fjelaganna látnir halda sjer, en þar
sem skóla vantaði, var ákveðið að kjósa skyldi skólanefnd-
1) f>að er eigi svo að skilja, að þessi börn öll færu á mis við
aila kennslu, hektur var svo, að þau gcngu flest einhvern
tíma í skóla, og þá voru öunur kennslulaus.
Um 18ti0 voru gerðar rannsóknir um þetta i Englandi, og
kom þá í ljós, að af 100 börnum gengu í skóla 4 börn 5—6
ár, 5 börn 4—5 ár, 9 b"rn 3—4 ár, lóbörn 2—3, 22börn 1—2
ár, 41 barn um 1 ár og eptir því 4 börn í engan skóla
(Nostitz, bls. 127).