Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 69
Menntun barna og uuglinga.
69
og jafnvel fleirum; en hvergi hefur verið sjeð fyrir því, að
þessir yfirráðendur hefðu skólafróðleik, og er það einhver
hin mesta ábótavöntun í allri skólalöggjöf Dana. Stjórn-
in hefur viljað fá skólafróðan ráðanaut í skólamálum, en
margir þingmenn hafa verið því andstæðir. þ>að fjekkst
þó í lögunum 1899, að veita skyldi 3000 kr. á ári til að-
stoðar stjórninni í þjóðskólamálum, og verður þessi fjár-
veiting væntanlega til mikils góðs.
þ>að er ekki rúm til þess, að fara mörgum orðum
um kennslu og fræðigreinar eða um smábarnaskóla og
unglingaskóla. En samt vil jeg gjöra nokkrar athuga-
semdir um þessi atriði.
A síðari árum hafa smábarnaskólar aukist mikið. Ar-
ið 1892 (lög 30. mars s. á.) var stofnaður ríkisskóli fyrir
konur, sem ætla að kenna smábörnum, og er lagt til hans
á ári liðugar 12,000 kr.
Ennfremur er lagt fje til að mennta og bæta börn á
annan hátt. A hverju ári er varið til fræðslu barna, sem
eru heyrnar- og mállaus, blind, sem er áfátt annað hvort
til sálar eða líkama að öðru leyti o. sv. frv., meira en •/*
miljón króna, og miklu fje er einnig varið til að bæta
börn, sem eru siðlega spillt, en þó má heita, að slíkar
ráðstafanir sjeu nú í byrjun.
Unglingaskólar eru allmargir, og má meðal þeirra
telja lýðháskólana. I kaupstöðum og í Kaupmannahöfn
eru unglingaskólar tiltölulega fáir. Danir standa í því
efni á baki sumum öðrum þjóðum, en þar sem þeir nú
eru búnir að koma barnaskólunum í allgott lag, þá er
enginn vafi á því, að menn munu bráðlega taka til íhug-
unar fræðslu unglinganna. Kaupmannahöfn hefur byrjað
á þessu, og má sjá stefnu tímans á fjárveitingum af bæj-