Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 28
28
Lárus H. Bjarnason.
lilutanum.1) Málið var síðan borið fram á alþingi 1845,
en fellt þar með 16 athv. gegn 82), einkum vegna and-
róðurs Jóns forseta Sigurðssonar, er einnig barðist gegn
því utan þings.3) Síðan var málið moldað með konungs-
úrskurði 12. maí 1847, og það hefur ekki gengið aþtur
fram á þennan dag. En nú ætla jeg að reyna að vekja
það upp, þótt enginn sje jeg galdramaður. Jeg lofa þó
liefðinni að liggja í þagnargildi fyrst um sinn, og sný
mjer að fyrningunni einni.
Eins og þegar er drepið á, va.r embættismannanefnd-
in öll á einu máli um, að afnema bæri 6. kap. í kaupa-
bálki og setja 5. 14. 4. í dönsku lögum í hans stað.
ÍUndirbúningsnefnd sú, er skipuð var á alþingi, var og öll
á sama bandi, og enginn í þingsalnum hreifði heldur and-
mælum gegn fyrningarnýmælunum. Fyrning mundi því
hafa verið komin á hjer á landi fyrir löngu, ef hún hefði
eigi verið samtvinnuð hefðarnýmælunum. þ>að varð henni
að falli. Hefðarleysið var svo framúrskarandi íslenskt, og
þess vegna eðlilega svo ágætt í alla staði, að við því
mátti eigi hreyf'a, en engum hugkvæmdist, að vel mátti
skapa fyrningu án hefðar. Hefð og fyrning eru að vísu
lík að því leyti, sem þau eru bæði af sömu rót runnin.
Sambúðarlögmálið (Samfundsprinsipet) er undirstaða
beggja.4) En að öðru leyti er hefð og fyrning gagnólík5),
1) Tíðiudi frá nefudarfundum ísL embættismanna í Keykjavilc
1839 og 41, Khöfii. 1842 I, bls. 16, 19, 23, 49, 51, 110—11,
127-34, II, bls. 148—88.
2) Tíðindi frá alþingi 1845, bls. 259, 463—6.
3) Mý fjelagsrit. II, bls. 53—67.
4) Goos: Itetslære. II, bls. 279.
5) 0rsted: Haandbog. IV, bls. 314—316 og 332, og Torp:
Tingsret, bls. 372.