Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 53
Menntun barna og ung'inga.
53
£>ví var lialtlið, að kennslan í skólunum skyldi vera
ókeypis. Nefskatturinn var feldur burtu. ^að, sem vant-
aði til þess, að ýmislegar tekjur hrykkju fyrir útgjöldun-
um, átti að jafnast í kaupstöðum niður á menn eptir efn-
um og ástæðum, en utan kaupstaðanna komu þessi gjöld
á jarðeignir manna.
Eptir reglugjörðinni fyrir þjóðskólana í Kaupmanna-
liöfn var skólaskyldan frá 6—14 ára, og átti að kenna í
skólunum: trúarbrögð, lestur, skript, reikning, sagnafræði,
landafræði, náttúrufræði, eðlisfræði, stjörnufræði, heilsufræði,
lögfræði, talnafræði, þýsku, handavinnu, sund og leikfimi.
í lögum þessum koma fram skoðanir uppfræðslu-
mannanna, en þess ber vel að gæta, að þeir voru þjóðar-
innar menntuðu menn; þeir voru að eins lítill hluti henn-
ar, en allur þorri þjóðarinnar var mjög menntunarlítill;
þjóðin gat því ekki metið gildi menntunarinnar og hafði
litlar mætur á henni.
Uppfræðsluáhuginn var að rniklu leyti horfinn um
1814, og því er engin furða, þótt hjer færi, eins og eptir
siðabótina og á dögum Kristjáns sjötta. Lögin mættu
hinni mestu mótspyrnu.
Jarðeigendur kváðust ekki geta borið skólagjöldin.
Bændur kváðust ekki geta misst börn frá sumarvinnunni,
og þeir vildu ekki láta þau fá neinn tíma til að læra
heima; úr því börnin gengju í skóla, þá þótti þeim óskilj-
anlegt, að þau skyldu þurfa að læra annars staðar. Leik-
fimin fannst mönnum fráleit. Menn vildu sumstaðar ekki
borga skólagjöldin, svo að það varð að taka þau lögtaki
hjá mönnum.
Mótmælin voru svo hávær, að nærri lá, að lögin
yrðu numin úr gildi 1816; Friðrik sjötti varð hikandi, en