Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 127
Menntun barna og uuglinga.
127
Forvígismenn málsins liafa miklar ástæður fram að
færa, og skulum vjer athuga þær, af því að þær hafa al-
mennt gildi í öllum löndum.
Helstu ástæðurnar eru, svo sem nú skal greina:
Nú á tímum gengur hugur unglinganna í þá átt, að
það sje ákjösanlegast, að komast hjá líkamlegri vinnu.
Hún þykir ekki »fín«, það er aptur á móti »fínt«, að
komast í búð, verða skrifari, að jeg ekki tali um að verða
kaupmaður. fað er ekki »fínt«, að vera í fjósi eða eld-
húsi, en það er »fínt«, að geta saumað rósir í sessu o.s.fr.
petta kemur af því, að menn almennt hafa enga hug-
mynd um þýðingu þessara verka fyrir hag þjóðarinnar og
velfarnan hvers einstaks manns. Breyting á þessu getur
ekki fengist nema því að eins, að menn verði fræddir um
það, hvað vísindin segja um eðli og þýðingu þeirra verka,
sem menn eiga að leysa af hendi í mannlegu fjelagi. En
þessi fræðsla verður ekki veitt í barnaskólunum, því að þá
veitir ekki af tímanum til þess, að fræða börnin almennt
um það, sem er nauðsynleg undirstaða fyrir hvern naann
í lífl sínu.
í annan stað eru mörg börn eigi búin að fá fullan
andlegan þroska, þegar þau fara úr barnaskólunum, og
þau eru ekki búin að fá nægilega dómgreind til þess, að
fylgjast með fræðslu um sjerstök verk, auk þess geta þau
ekki haft eins mikinn áhuga fyrir störfum lífsins eins og
unglingarnir. Fræðslan getur fyrst komið að verulegum
notum, þegar menn eru komnir af barnsaldri og eru farnir
að vinna fyrir sjer sjálfir. far sem kennslan í barna-
skólunum á að stefna að því, að veita almenna menntun,
á kennslan í unglingaskólunum að veita mönnum sjer-
menntun.