Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 25
Fyrning skulda.
25
að eitt verði að ganga yfir bæði: Accessorium sequitur
suum principale. Kröfur, sem runnar eru af glæp, t. d. eptir
302. gr. hegningarlaganna fyrnast, eigi1 2), og eru enda eigi
með vissu taldar fyrnanlegar, þar sem fyrning þó er í gildi.-)
Kröfur quasi ex contractu, t. d. fyrir að firra nágranna
sinn einhverju tjóni óumbeðið. fyrnast heldur eigi. Loks
er sama máli að gegna um allar kröfur ex contractu. I
stuttu máli má segja, að engin krafa til verðmætis fyrn-
ist bjá oss, nema fyrning sje sjerstaklega lögð á hana. En
þetta verður eigi dregið af kaupabálkskapítulanum. fjað
kemur til af því. að fyrning er hvorki almennt heimiluð,
nje sjerstaklega svo, að af því megi draga heimild um
almenna fyrningu fjemætra krafa. f>au fáu lög, sem heim-
ila fyrningu, bera auðsjáanlega undantekninganna blæ, enda
er fyrningarfresturinn í þeim svo stuttur og jafnframt svo
misjafnlega langur, að eigi væri unnt að tiltaka nokkurn
almennan frest eptir þeim.
Fyrning fjemætra krafa og hefð er til í lögum allra3)
siðaðra þjóða, annara en íslendinga. Hvorttveggja var til
hjá Kómverjum, og byggt á því, að einhver yrði að vera
endir allrar þrætu: ut aliquis litium finis esset.4) Lög-
gjöfin um fjármál (Tingsret og Obligationsret) er hvívetna
byggð nálega jöfnum höndum á hugmyndinni um rjett
einstaklingsins og rjett almennings nema hjá oss Islend-
ingum. Fjármálarjettur vor lítur miklu fremur á hag ein-
staklingsins en almennings. Vjer hokrum þar, sem svo
1) Jónsbólt: 9. kap. ! kaupabálki.
2) Lassen: L. c. bls. 324.
3) Goos Forelæsningcr over den a'.m. Retslære, Khvn. 1892.11.
bls. 18ö.
4) Neratius sjá Corpu3 juris civilis: Dig. XLI—X fragm. 5.