Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 158
158
Páll Briem.
Hjer á landi er enginn kennaraskdli, en á alþingi 1891
var samþykkt, að veita 500 kr. á ári til kennarafræðslu.
Málið gekk þá með miklu fylgi gegnum þingið, og fimm
manna nefnd, er sett var í málið í neðri deild, sagði í á-
liti sínu: »Nefndinni er það fullljdst, að duglegir kenn-
arar eru fyrsta skilyrðið fyrir því, að kennslutilraunir þær,
sem nú er verið að gjöra viðvíkjandi alþýðumenntun,
komi að nokkru verulegu haldi.ö1)
Eeglujörð um kennarafræðslu þessa var sett 1. febr.
1892, og átti kennslan að vera sex vikur. Síðan hefur
tillagið til kennarafræðslunnar verið fært uþp í 2800 kr.
á ári, og er hún nú 7'/2 roánuð.
Til barnakennslu var fyrst veitt fje með fjárlögum
1878 og 1879, og var fjárveitingin 1300 kr. á ári. Á al-
þingi 1879 var upphæðin færð npp í 2500 kr., en á al-
þingi 1881 vildu menn hætta að veita fje til barnaskdla.
Ekki varð samt úr því, en upphæðin var færð niður í
2000 kr., og þá varð það að ráði, að veita ekkert til
barnaskdla í kaupstöðum.2) Síðan hefur þessu verið hald-
ið, en fjárveitingin er nú orðin 5500 kr. á ári.
Á alþingi 1887 var í fyrsta skipti veitt fje til sveita-
kennara eða umferðakennara, 1500 kr. á ári, og er sú
fjárveiting nú orðin 55<X) kr. á ári. Mjer er vel kunn-
ugt um tildrögin að þessari fjárveitingu, því að jeg var í
fjárlaganefnd árið 1887 og bar fram tillögu um þetta.
Mjer var kunnugt um, að piltar, sem komu frá búnaðar-
skdlunum, fdru margir til Aineríku, og miðaði fjárveit-
ingin til þess, að veita þeim ofurlitla atvinnu að vetrin-
1) Alþ. tíð. 1891. C. bls. 394.
2) Alþ. tíð. 1881. I. bls. 349.