Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 16
16
Klemens Jónsson.
kostað eptir reikningi, sem fógeti úrskurðar; sje maður
(læmdur til þess að gefa út eða skrifa undir skjal, getur
fógeti gjört það með sama gildi eins og hann hefði haft
umboð til þess. Ef maður að öðru leyti er dæmdur til
einhvers, þá skal meta til peninga, hve miklu það varði
dómhafa af fá dóminum fullnægt, og síðan taka þessa upp-
hæð fjárnámi.
Málfærsla við aðför á sjer venjulega engin stað, hún
fer fram munnlega, um fresti er sjaldan að tala. Fógeti
leggur úrskurð á þrætuna samkvæmt framburði og játn-
ingu málsaðila og framkomnum skjölum og skilríkjum, en
vitnaleiðslur og skoðunargjörðir mega að jafnaði ekki fara
fram; fógeti á að leiðbeina pörtunum á sama hátt og í
dómsmálum. Gangi úrskurður dómfellda á móti, getur
hann ekki stöðvað framgang fjárnámsins með því að segj-
ast ætla að áfrýja úrskurðinum, en hann getur áfrýjað
honum ásamt sjálfri gjörðinni; falli úrskurður á móti
dómhafa, þannig að fógeti neiti að öllu 'ða nokkru leyti
að framkvæma aðförina, má áfrýja þeim úrskurði þegar í
stað á venjulegan hátt.
2. Lögtak. Allt annað í eðli sínu en fjárnám er
hið svokallaða lögtak, en af því það er framkvæmt af
fógeta á alveg sama hátt og fjárnám, þá hættir mönnum
mjög við í daglegu tali að blanda þessu saman.
Eins og áður er á minnst, þá þarf aðförin að byggj-
ast á dómi, sátt eða einhverjum slíkum grundvelli, en lög-
tak þarf engan slíkan grundvöll; til þess að Ijetta inn-
heimtu á ýmsum gjöldum, sem optast eru fremur lág, en
hinsvegar full eða mikil vissa fyrir, að þau sjeu rjettmæt,
þá er svo fyrirskipað í lögum, að þessi gjöld megi þvinga
skuldunaut til að borga með lögtaki, án þess að rjettarhafi