Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 170
170
Páll Briem.
eigin hjeraði eða hreppi og hjeraðið eða hreppurinn á lít-
ið eða ekkert, til skólans að leggja.
J>egar lögin um uppfræðingu barna í skript og reikn-
ingi komu fyrst til umræðu á alpingi 1879, þá sagði einn
af helstu bændum á Norðurlandi, sem þá sat á þingi, að
liann hefði »orðið mjög glaður, er hann sá frumvarpið«,
en óðara en hann hafði sleppt orðinu, fór hann í ákafa
að mæla á móti því, sagði að börn gætu lært kristindóm,
»án þess að þau þó lærðu að lesa«, og ef fólk ætti að
vera skylt að læra að skrifa og reikna, þá væri það eigi
að eins hart, en »það væri og hugsanlegt, að þetta yrði
til að koma mönnum í basl og bágindi.« þ>að sýnist
liggja nokkurn veginn í augum uppi, að þessi maður varð
eigi talinn stuðningsmaður alþýðumenntunar, en þó var
framsögumaður málsins fljótur til að lýsa því yfir, að
hann vissi, að þessi maður vildi »styðja og efla alla upp-
fræðingu í landinu.«‘)
Stuðningurinn og eflingin hefur verið með þessu sama
marki brennd í síðustu tuttugu ár. Menn hafa verið mikl-
ir menntavinir í orði. en þegar hefur átt að gjöra eitt-
hvað, þá hefur jafnan eitthvað verið til fyrirstöðu. Sá lati
vill verða ríkur, en þegar hann á að fara að vinna, þá er
Ijón á veginum. J>að er alveg eins um meiri hluta þjóð-
fulltrúanna, þegar á að fara að efla menntun hjer á landi,
þá eru jafnan einhver ljón á veginum, og stærsta Ijónið
er ímyndun manna um, að þjóðin komist í »basl og bág-
indi«, ef hún leggur nokkuð af mörkum til menntunar-
innar. Menn ímynda sjer, að hún komist þá í basl og
bágindi af því, að menn geta ekki einu sinni hugsað sjer,
1) Alp. tið. 1879. II. «77.