Lögfræðingur - 01.01.1901, Side 26
2G
Lárus H. Bjarnason.
víða annarsstaðar, í horni út af fyrir oss. það er og
eðlilegt, að fjármálarjettur vor varð upprunalega svona
einrænn. |>au eru gömul, fornu lögin vor: Úlfljóts-
lög líklega frá 930, Hafliðaskrá í kringum 1118, Grá-
gás eptir 1217, Járnsíða frá 1271—3 og Jónsbók frá
1281.') Vjer munum eigi hafa verið fleiti í lok sjálf-
stjórnar vorrar1 2), en vjer erum nú, en landið víðáttumik-
ið og fráleitt greiðfærara. farfirnar voru færri, viðskipt-
in óbrotnari og samgöngurnar í skiptaskyni litlar bæði
innan lands og við önnur lönd. Sjálfræðistilfinningin var
rík bjá öllum, sem eittbvað máttu sín. þeir vildu eiga
rjett sinn óskorinn. Og líkt var öllu farið á Norðurlönd-
um, en |«ar sem svo til hagar, er aldrei gengið nær rjetti
einstaklingsins, en frekasta nauðsyn krefur, enda er þörf-
ín á skerðingu rjettinda einstaklingsins að því skapi minni,
sem samskiptin eru færri og óbrotnari. það er og skilj-
anlegt, að þetta hjelst fram eptir öldum. fjóðinni bnign-
aði fljótt bæði að atgjörvi og efnum, eptir að hún hafði
misst sjálfsforræði sitt. Hún hætti smátt og smátt að
hugsa sjálf um sína hagi, og fór að lifa upp á náð kon-
unganna. Náttúran lagðist stundum á eitt með þeim,
og svo fór allt út um þúfur og lá í kaldakolum, þangað
til aptur fór að skíma í lok seinustu aldar.
Vjer eigum að vísu enn að búa við hin óumbreytan-
legu kjör náttúrunnar, en hagur vor er þó miklu glæsi-
legri í flestum efnum nú en á fyrri öldum. Vjer höfum
brotið drjúg skörð í vegginn, sem skildi oss frá öðrum
1) Finsen: Om de islandske Love i Fristatstiden. Khavn. 1873,
bls. 1—tí.
2) L. e. bls. 88 sbr. þó ritgjörð eptir þ. Thoroddsen i Store ill.
Kouversationslcxicon. IX, bls. 609.