Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 68
G8
Páll Briem.
(30. mars 1894) um þelta efni, og þyl<ja þau mjög góð.
þá var styrkur eða ölmusur til nemenda hækkaður upp í
60,000 kr., en styrkur til kennaraskólanna hækkaður úr
150,000 kr. upp í 300,000 kr. Námstíminn við kenn-
araskólana er 3 ár.
Árið 1860 tóku kennslukonur próf í fyrsta skiptið,
en síðan hafa íleiri og fleiri konur stundað barnakennslu.
Fyrstu árin tóku próf að eins 13—14áári, en eptir 1880
hafa tekið próf 70—80 á hverju ári, og er því mikill
fjöldi kvenna, sem nú hefur á hendi barnakennslu í Dan-
mörku.
Framhaldsnám kennara hefur einnig reynst ágætlega.
f>etta framhaldsnám kennara nær yfir lengri og skemmri
tíma, eitt ár og lengur eða að eins nokkrar vikur. Barna-
kennarar og kennslukonur nota sumarfríið til þess að afla
sjer frekari fræðslu, og er þetta stutt með ríflegum fjár-
framlögum. I sumarleyfinu er veitt kennsla í alls konar
fræðigreinum, jafnvel kennsia í knattleikjum og barnaleikj-
um. það má sjá, hversu framhaldsnám kennara hefur
aukist jafnt og þjett, af fjárveitingum til þeirra úr ríkis-
sjóði. Árið 1870 var fjárveitingin 15,600 kr., 1876:
30,000 kr., 1882: 50,000 kr., 1889: 65,000 kr., 1895:
100,000 kr„ 1898: 130,000 kr. og 1900: 145,000 kr.
Árið 1895 voru barnakennarar í Danmörku 6458, og
af þeim voru um 1800 kennslukonur.
Árið 1894 gengu 340,834 börn í skóla, og af þeim
gengu 292,077 börn í þjóðarskólana.
Yfirráð yfir skólunum, framkvæmdarstjórn, umsjón
með þeim og eptirlit er hjá sveitarstjórnum eða bæjar-
stjórnum, skólanefndum, skólastjórnum, amtsskólastjórn-
um, skólaráðum, prestum, próföstum, biskupum, ráðgjafa