Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 15
Dómstólar og rjettarfar.
15
annaðhvort þegar í stað eða síðar, og lætur selja það við
opinbert uppboð til lúkningar skuldinni; hrökkvi uppboðs-
andvirðið ekki til, niá gjöra framhaldsfjárnáni hjá dóm-
felida á sama hátt og áður, þangað til skuldinni er lokið;
verði nokkuð afgangs af uppboðinu, fær eigandi það aptur.
Aðför má ekki gjöra í rúmi og sængurfötum skuldunauts,
sem nauðsynleg er honum, konu hans og börnum, sem hjá
lionum eru, heldur ekki í líni og íverufötum, er þau ekki
mega án vera. Auk þessa getur skuldunautur líka undan
skilið frá fjárnámi hina lielstu lífsnauðsynja muni, eður
þá muni, sem honum eru nauðsynlegir við atvinnu hans,
fyrir allt að 20 kr. eptir virðingarverði. eða 120 kr. eigi
hann fyrir heimili að sjá.
Ef lausafje er ekki til, má gjöra aðför í fasteign,fsvo
má og gjöra fjárnám í útistandandi skuldum manns, rjett-
indum og öðrum verðmætum kröfum; í stað þess að gjöra
beinlínis fjárnám í fasteign til uppboðs, getur dómhafi leitað
fullnægingar í arði og tekjum fasteigna á þann hátt, að fó-
geti lætur annan hafa umráð eignarinnar dómhafa í hag, svo
að hann fær allan arð og tekjur af henni. þangað til skuld
hans er lokið; forráðamaður verður að gjöra eiganda rjett
reikningsskil ráðsmennsku sinnar, og úrskuiðar fógeti, ef
ágreiningur verður útaf reikningsskilunum.
Ef dómurinn hljóðar upp á að afhenda einhvern hlut,
og hann er eigi góðfúslega af hendi iátinn, þá tekur fó-
getinn lilutinn með valdi og afhendir hann dómhafa; ef
maður er dæmdur til að vinna eitthvert verk, en leysir
það ekki.af hendi, þá getur fógeti leyft dómhafa, ef það
þykir hægasti vegurinn fyrir hann til að ná rjetti sínum,
og hann fer fram á það, að fá aðra til að vinna verkið,
og þvínæst heimta með fjárnámi, það sem verkið hefur