Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 108
108
Páll Briem.
---------------------------------------------------------------
in fræði, þýsku, (lestur, skript og ritgjörðir), reikning,
rúmfræði (flatarmálsfræði og þykkvamálsfræði), teikningu,
landafræði, sögu, náttúruþekkingu (lífeðlisfræði, grasafræði,
dýrafræði, steinafræði og eðlisfræði), söng og drengir leik-
flmi, en stúlkubörn handavinnu. fetta er hið minnsta,
sem á að læra, en í mörgum skólum er kennt talsvert
meira.
í Prússlandi er eins og í Danmörku kirkju- og kennslu-
málaráðgjafi, sem hefur á hendi æðstu stjórn skólamálanna.
Undir honum standa skólaráð, skólayfirstjórnir, skólastjórn-
ir og skólanefndir,
Skólaráðin eru í hverju fylki. Fylkisstjórinn er for-
maður ráðanna, en meðlimir þeirra eru skipaðir af Prússa-
konungi æfilangt. þ>eir eru jafnan merkir skólamenn og
uppeldisfræðingar. J>eir senda ráðgjafa skýrslu um gjörð-
ir sínar á hverju missiri, en aðalskýrslu um alla skólana
í fylkinu á hverju ári.
Fylkjum Prússlands, sem eru 13 að tölu, er skipt í
umdæmi 36 að tölu, og eru í þeim skólayfirstjórnir. í
þeim eiga sæti 6 menn. Tveir þeirra eru kosnir af kon-
ungi æfilangt, en 4 eru kosnir af skólaráðunum til 6 ára.
fessar yfirstjórnir hafa meðal annars á hendi hina ná-
kvæmustu umsjón með kennarafræðslunni. Skólastjórnir
eru í hverju hjeraði og bæjum. þ>ær eru kosnar til 6 ára.
|>ær hafa umsjón með barnaskólunum og framkvæma skóla-
umsjónarmenn þessa umsjón. Sumir þeirra hafa að eins
umsjón með einum eða tveimur skólum. Hafa þeir það
starf í hjáverkum sínum. Eru þeir allopt prestar, sem
gengið hafa um tíma á kennaraskóla. þ>eir eru 925 að
tölu, en auk þess eru 298 umsjónarmenn, sem hafa fjölda
skóla til umsjár. J>eir eru skipaðir af ráðgjafanum æfi-