Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 7
Dómstólar og rjeltarfar.
7
an eða liann hafði dstæðu til að álíta að svo væri. Hafl
hann aptur á móti unnið eið að framburði sínum, varð-
ar það fangelsi.
Ef hinn ákærði eigi vill gefa ákveðið svar upp á
spurningar dómarans, og þær eru þó þess eðlis, að hann
geti svarað, má dómarinn, ef glæpurinn varðar þyngri
refsingu en sektum og einföldu fangelsi, setja liann í
fangelsi upp á vatn og brauð, en dómarinn á þó áður að
skýra sakborning frá því, og færa það til bókar, að
þessu verði beitt gagnvart honum, ef hann haldi áfram að
þegja; þetta er það eina þ vingunar-meðal, sem dómar-
inn hefur, og það miðar eptir eðli sínu einungis til þess
að fá sakborning til að svara ákveðnum spurningum, en
eigi til þess að meðkenna glæpinn, þó að meðkenning
verði óhjákvæmileg afleiðing svarsins, og sakborningur
einmitt með það fyrir augum hafi hliðrað sjer við að
svara. Beiti dómarinn öðrum þvingunarmeðulum til þess
að fá menn til að játa á sig glæpi, þá er það ólöglegt,
svo sem með því að berja þá, svelta eða brúka hótanir,
eða lofa þeim að þeir skuli sleppa við hegningu, ef þeir
meðgangi; aptur á móti er það engin þvingun þó dóm-
arinn bendi hinurn ákærða á, að hann baki sjer þyngri
refsingu með því, að halda áfram að þræta fyrir verknað-
inn, um leið og hann bendir honum á framburði vitna
gegn honum eða aðrar líkur; heldur er það ekki nein
þvingun, þó dómarinn hóti honum fangelsi, eða setji hann
fastan, því þó að játning verði afleiðingin af þessu, þá
miðar fangelsisvistin meðfram eða enda aðallega til þess,
að hindra sakborning frá að hafa áhrif á vitni, fela þýfi eða
jafnvel koma sjer undan refsingu með stroki. — Dómarinn
hefur því fulla heimild til þess að setja menn í gæsluvarð-