Lögfræðingur - 01.01.1901, Qupperneq 119
Menntun barna og unglinga.
119
iðnaðarráð, og var Steinbeis embættismaður í því. Um
þær mundir var iðnaður og verslun í Belgíu í uppgangi
miklum, og því var það, að Vilhjálmur konungur í Wiirt-
emberg sendi Steinbeis til Belgíu árið 1851, til þess að
rannsaka, hvernig á þessu stæði, og gefa góð ráð til þess,
að hefja iðnað í ríkinu.
Steinbeis athugaði ástandið í Belgíu rækilega; þegar
hann kom heim, skýrði hann frá því, hverjar orsakir voru
til framfaranna í Belgíu, og gaf ýms ráð til þess, að efla
iðnað og verslun. Hann þurfti ekki að verja tíma sínum
í árangurslausar tilraunir til þess, að sannfæra fáfróðan
og sjergóðan lýð. Wúrtembergsmenn tóku ráðum hans
vel, og fylgdu þeim. En afleiðingin var sú, að þeir urðu
fremstir í flokki meðal hinna þýsku ríkja.
Meðal annars sýndi Steinbeis fram á, að ein af or-
sökunum til uppgangsins í Belgíu væri mjög mikil um-
liyggja fyrir verklegri kennslu í iðnaði; fyrir þvírjeðhann
til þess, að sunnudagaskólunum í ríkinu væri breytt í
reglulega unglingaskóla, og fræðslan aukin mjög mikið.
Sunnudagaskólarnir í Wúrtemberg stóðu á gömlum
merg. jþeir byrjuðu þegar á siðabótartímunum, oger tal-
að um þá í kirkjuordinansíu frá 1559. Arið 1695 voru
gefin nánari fyrirmæii um þá, og svo var skólaskylda æsku-
lýðsins ákveðin með prestastefnutilskipun 13. jan. 1739.
þar var ákveðið: »f sunnudaga- og heigidagaskóla skal
ungt fólk ganga t'l giptingar, til þess að það skuli ekki
gleyraa því, sem það hefur iært í barnaskóianum, eða eyða
tímanum á sunnu- og helgidögum á syndsamlegan hátt».
I skólunum áttu ungmennin að lesa, skrifa, syngja sálma
o. sv. frv.. í þjóðskólalögum ríkisins 29. sept. 1836 var
skólaskyldan nánar tiltekin, og var þar ákveðið, að öll