Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 31
Fyrning skulda.
31
staðarskuldir, skuttar til liins opinbera, gjaldtækir vextir
o. sv. frv. Til þess að greiða fyrir fyrningu, útheimtist
lögsókn eða játning hins skulduga. Lög þessi er árangur
af samvinnu meðal danskra og norskra lögfræðinga. Má
því búast við, að Danir breyti fyrningariögum sínum inn-
an skamms, og verður þá þörfin á sams konar breytingu
hjá oss enn ríkari.
f>að er óviðkunnanlegt, að gengið skuli verða eptir
æfagömlum skuldum hjá oss, sje þær stofnaðar eptir ís-
lenskum lögum, en kröfur vorar skuli vera ógildar eptir
fá ár, sjeu þær stofnaðar að útlendum lögum, og því til-
finnanlegra verður þetta, er sú þjóðin, er vjer eigum mest
skiptin við, breytir löggjöf sinni í ofangreinda átt. Og
það þarf ekki að fara svona langt, það má nefna nægi-
lega óviðfeldin dæmi úr vanalegum viðskiptum innanlands.
Einkum eru sumar kröfur eptir dauða menn gamlar og
viðsjárverðar. Hjer er eitt dæmi: Maður dó nýlega og
Ijet eptir sig konu og 2 börn, annað 12 ára og hitt 13
ára. Hann hafði fluttst vestur á land úr öðrum landsfjórð-
ungi fyrir rúmum 10 árum, og hafði þá ekkert átt, nema
það, sem hann stóð í, en hafði álnast nokkuð eptir flutn-
inginn. Búið var tekið til skipta, og svo leit út, sem
börnin mundu fá nægan forlagseyri, þangað til þau kæm-
ust af ómagaaldri. En svo kom krafa, eins og skollinn
úr sauðarleggnum, úr fornu átthögunum. pað var kaup-
staðarreikningur fyrir nokkrum hundruðum króna. Yerð-
ið á útteknu vörunum var afskaplega hátt, og ofan á það
bætt vöxtum. Maðurinn hafði verið svo ístöðulítill, að
láta þröngva sjer til að lofa vöxtum. Búinu var skipt,
og afgangur af skuldum varð mjög lítiil. |>essu lík dæmi
eru eigi æði fágæt. Heilbrigð tilfinning mun fljótt finna,