Lögfræðingur - 01.01.1901, Page 157
Menntun barna og unglinga.
157
greininni er talað nm börn, en í hinni greininni er talað
um ungiinga. Eptir allri málvenju eru unglingar annað
en börn, svo að þetta kemur nokkuð í baksegl. Ekki
síður er það merkilegt í lögunum, að þessum störfum, að
sjá um fræðslu barna í skript og reikningi, er varpað upp
á prestana alveg endurgjaldslaust. I raun rjettri hefðu
prestar getað mótmælt þessu; þessi störf, að sjá um
fræðslu barna í skript og reikningi, eru allsendis veraldleg,
og þau eru í raun rjettri eigi samrýmileg stöðu prestsins,
af því að það þarf næsta opt að beita miklum strangleika
til þess, að fá foreldra til þess að fullnægja uppfræðslu-
skyldu sinni. Ef presturinn á að fullnægja lagaskyldunni,
þá leiðir það til þess, að hann verður fyrir óvild ýmsra
manna, og getur síður fullnægt sinni kristilegu köllun.
pessi lög eru miklu lakar úr garði gjörð, en t.ilskip-
anir Harboes, en að öðru leyti er alveg byggt á þeim, og
það er jafnvel svo, að löggjafinn hefur eigi hugmynd um,
að til sjeu barnaskólar í landinu. Eptir lögunum frá 1880
á bæjarstjórn að koma unglingum fyrir á öðrum heimil-
um til kennslu, þó að það sýnist hefði verið miklu ein-
faldara, að skylda hlutaðeigendur til að láta unglingana
ganga í skóla kaupstaðarins, eða með öðrum orðum að
lögleiða skólaskyldu, eins og er í öllum siðuðum löndum.
Um eptirlit er svo ákveðið í lögunum, að prestur
skuli rita álit sitt í húsvitjunarbókina um kunnáttu livers
barns í skript og reikningi, og að prófastur skuli hafa ná-
kvæmt eptirlit með, að þetta sje gjört. Ekkert próf er
fyrirskipað, og enga skýrslu þarf að gefa um, hvernig
kunnátta barnanna sje, og eptir lögunum hefur biskup
enga skyldu til þess að hafa eptirlit með prestunum í
þessu efni.