Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 8
8
Klemens Jónsson.
hald, en þó því að eins að hegningin fyrir brot þeirra geti
orðið hærri en sekt eða einfalt fangelsi, en opt er byrj-
að með því, að maðurinn er að eins tekinn fastur, og það
getur enda hreppstjóri eða lögregluþjónn gjört; geti nú
dómarinn ekki eptir nánari yfirheyrslu fundið ástæðu til
þess að sleppa honum þegar lausum, eða þa gegn trygg-
ingu, þá skal hann að minnsta kosti innan þriggja sólar-
hringa frá því að maðurinn var teldnn fastur, með form-
legum rökstuddum úrskurði ákveða, að hann skuii settur
í gæsiuvarðhald. Astæðurnar til varðhaldsins eru allajafna
byggðar á því, að þ.að megi óttast að hinn ákærði muni
hamla upplýsingum í málinu, eða komast undan hegningu
með stroki, eða í stærri sakamálum blátt áfram, að með
því að hann sje þegar orðinn uppvís að þessum eða þess-
um glæp, þá megi hann ekki ganga laus. Varðhaldsúr-
skurði má þegar áfrýja til æðri rjettar, en það ákvæði er
þýðingarlítið nema í Reykjavík og þar í grennd. Takmörk
fyrir fangelsisvistinni eru engin sett, önnur en þau, að
dómarinn á að flýta fyrir sakamálum eins og hann getur;
í öllum stærri málum situr því hinn ákærði í fangelsi
þangað til endilegur dómur fellur í málinu.
par sem rannsóknaraðferðin á sjer stað í sakamálum,
eins og hjá oss, þá er aðaltilraun dómarans fólgin í því,
að fá játningu sakbornings um glæpinn; liggi slík játn-
ing fyrir, og hún staðfestist af öðrum upplýsingum í mál-
inu, eða að minnsta kosti ekkert er fyrir hendi, sem hnekki
henni, þá er það skoðað sem full sönnun í málinu, og
þýðir þá venjulega ekki neitt, þótt hinn ákærði síðar gangi
frá játningu sinni, nema sterkar líkur sjeu fyrir því, að
apturköllunin sje rjett, t. a. m. af því, að dómarinn hafi
þvingað sakborning til játningar eða því um líkt. Fáist