Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 75
Menntun barna og unglinga.
75
Á síðari árum hafa fátæk börn í Kaupmannahöfn og
ýmsum kaupstöðum fengið gefins miðdagsmat að vetrinum,
og á ýmsan annan hátt hefur verið hlynnt að fátækum
börnum.
Danmörk hefur fyrirfarandi staðið ýmsum þjóðum á
baki, að því er snertir innstæðumuni (skólaborð osf.) og
kennsluáhöld, en á síðari árum hafa menn farið að bæta
úr þessu, og er þegar mikið unnið. Arið 1887 var stofn-
að skólasafn í Kaupmannahöfn, þar sem hægt er að fá
ágætar fyrirmyndir og fylgjast með framförum heimsins í
þessari grein skólamálanna.
Hjer hefur verið sleppt ýmsu, sem fróðlegt hefði ver-
ið að tala um, samt sern áður vonast jeg til, að menn
geti gjört sjer nokkra hugmynd um vöxt og viðgang þjóð-
skólanna hjá samþegnum vorum í Danmörku, oghvaðþeir
gjöra til þess, að efla menntun æskulýðsins. Jeg vonast
einnig til þess, að menn hafi sjeð, að þjóðmenntun Dana
er á miklu þroskaskeiði, og að það sje langt frá því, að
skeiðið sje runnið á enda með lögunum 24. mars 1899,
heldur sje að eins gert spor með þeim, sem ef til vill verði
til þess að efla vöxtinn og viðganginn enn þá meira en
áður.
Jeg hef áður skýrt frá því, hvernig fjárframlögurnar
til þjóðskólamála liafa aukist stórkostlega á síðari árum.
Við kennarafræðslulögin 1894 jókst tillagið úr ríkis-
sjóði til kennaraskólanna um 150,000 kr. á ári, síðan
1889 hefur tillag úr ríkissjóði til aukinnar kennarafræðslu
aukist um 80,000 kr., og eptir lögunum 1899 á tillag
ríkissjóðs til þjóðskólanna að hækka úr 900,000 kr. upp í
2,400,000 kr.
í innganginum hef jeg skýrt frá því, að útgjöld til