Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 147
Meuntun barna og unglinga.
147
lireifingar þurfa venjulega meira en heilan mannsaidur til
þess að ná til íslands, og svo var einnig hjer.
Árið 1736 var fermingin lögleidd í Danmörku, og var
þá ekki enn farið að bóla á pietistahreifingunni hjer á
landi. En sama árið fór Jón fmrkelsson skólameistari ut-
an og bar fram fyrir stjórnina kvartanir um kirkjustjórn
og skólaraál á Islandi. J>etta leiddi til þess, að Ludvig
Harboe, er síðar varð Sjálandsbiskup, var sendur til Is-
lands árið 1741, og þá má segja, að pietistahreifingin
kæmi fyrst til Islands.
Ludvig Harboe var hinn ágætasti maður. Hann var
hjer á landi í 4 ár (1741 —1745), og hefur liann meira en
nokkur annar maður á Islandi starfað að menntamálum
þjóðarinnar.
fegar Ludvig Harboe fór til íslands 1741, var bisk-
upslaust á Hólum, því að Steinn biskup Jónsson var dá-
inn tveimur árum áður. Jón biskup Árnason í Skálholti
var orðinn fjörgamall og dó árið 1743. Ludvig Harboe
stóð því vel að vígi. Hann hafði fullkomið traust stjórn-
arinnar, og hjer á íslandi hafði enginn verulegan mátt
til þess að ónýta ráð hans eða tálma fyrirskipunum hans.
Erindisbrjef Harboes er dags. 15. júní 1741. og var
honum þar boðið, að taka að sjer störf biskups í Hóla-
biskupsdæmi, rannsaka kirkjumál og skólamál á Islandi,
menntun almennings og trúarást-and, gjöra tillögur um
endurbætur á þessu, reyna að fá fermingu barna komið á,
og fá menn til að kenna börnum barnalærdómsbók Eiríks
Pontoppidans. Með konungsbrjeíi 9. júní s. á. var einnig
lagt fyrir Jón biskup Árnason, að reyna að koma ferm-
ingunni á, og fá menn til að kenna börnum barnalærdóms-
bókina (LovsamL f. Island, II. bls. 353—356 og 358—370).
10*