Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 120
120
Páll Brietn
ungraenni, sem liefðu gengið í barnaskóla, skyldu ganga
í sunnudagaskóla til 18 ára aldurs.
Nokkru áður böfðu ýrasir sunnudagaskólar fengið aðra
stefnu, sem var ákaflega þýðingarmikil. í byrjun aldarinn-
ar hafði tjelag eitt stofnað sunnudagaskóla fyrir iðnaðar-
drengi, og átti þar að vcita þeim fræðslu til undirbúnings
undir lífsstarf sitt. Fjelagið færði sem ástæðu fyrir skóla-
stofnuninni, að ástæðan til þess, að f>jóðverjar væru eptir-
bátar Englendinga, væri meðal annars sú, að iðnaðarfræðslu
vantaði á þýskalandi.
f>essi sunnudagaskóli þreifst svo vel, að hann vakti
eptirtekt stjórnarinnar í Wúrtemberg. Um 1820 sendi
hún áskoranir um allt ríkið, að stofna sunnudagaskóla
fyrir handiðnamenn. Á næstu árum voru stofnaðir ýmsir
slíkir skólar, og voru þeir árið 1846 69 að tölu með 4500
nemendum.
Menn sjá Ijóslega af þessu viðgang sunnudagaskólanna.
Upprunalega eru þeir stofnaðir til þess, að efla þekkingu á
kristnum fræðum, eptir 1739 eiga unglingar að ganga í
þá, til þess að halda skólalærdómi sínum við, og eptir
1818 fá þeir nýtt markmið. Ungmennin eiga að ganga í
þá til þess, að búa sig undir æfisiarf sitt.
Jeg hef tekið þetta skýrt fram af því, að þetta sýnir
unglingaskóla nútímans eins og í spegli.
En vjer skulum nú hverfa til þess, sem fyr var frá
horfið. f»egar Steinbeis lagði til, að sunnudagaskólunum
yrði breytt, þá átti hann einkum við sunnudagaskóla
handiðnamannanna.
Steinbeis kom fram með kröfur sínar um 1853; var
þá skipuð nefnd manna til þess, að gjöra tillögur um
fræðslu handiðnamanna. Hinn 3. dcs. s. á. voru gerðar