Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 149
Menntuu barna og unglinga.
149
að börnin svöruðu eins og stæði í bókinni, heldur skyldu
Jieir láta börnin svara með sínum eigin orðum. Foreldrar
og húsbændur voru skyld til, að láta bæði börn sín og
bjú koma til spurninga; presturinn átti að spyrja á kirkju-
gólfi í messunni á hverjum sunnudegi, til þess að allur
söfnuðurinn gæti fylgst með fræðslu barnanna.
I konungsbrjeíi um ferminguna var ákveðið (5. gr.)t
að börn skyldu læra að lesa, áður þau væru fermd, ef
nokkur væri læs á beimilum þeirra, og í tilskipuninni um
barnaspurningarnar (13. gr.) var ákveðið, að meðhjálparar
skyldu vera í hverri sókn 2—4; áttu þeir að hafa gætur
á æskulýðnum, og hafa umsjón með því, að börn van-
ræktu eigi að koma til spurninga. Loks var með kon-
ungsbrjefum 29. maí 1744 ákveðið, að djáknar skyldu
vera á hverju ldaustri og veita prestum aðstoð við fræðslu
barna.
Prófastar og biskupar áttu að hafa eptirlit með því,
að lögunum væri hlýtt. Prófastar áttu að vísitjera pró-
fastsdæmi sitt á liverju ári og kynna sjer neinkum ástand
æskulýðsins.« Biskupar voru skyldir til að vísitjera ein-
hvern hluta af biskupsdæmi sínu á hverju ári, og áttu þeir
neinkum að hlýða æskulýðnum yfir, sem á rækilega að
koma« (sjá tilskipun 29. maí 1744 um barnaspurningar
15. gr.).
Eptir að Harboe var farinn hjeðan af landi, var að
hans undirlagi lögleidd tilskipun um húsvitjanir 27. maí
1746; með henni var lagt á smiðshöggið og lestrarkunn-
áttan heimtuð skilyrðislaust. Aður hafði verið skipað svo
fyrir, að börn skyldu læra að lesa, ef einhver væri læs á
heimili þeirra, en með þessari tilskipun voru settar ná-
kvæmar reglur um lestur barna á heimilum, þar sem eng-