Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 146
146
Páll Briem
VI. ÍSLAND.
Eins og áður er sagt, hafa þrjú tírnabil verið mark-
verðust í naenntasögu Dana. f>essi tímabil eru: siðabótar-
tíminn, pietistatímabilið og uppfræðsluöldin.
pessi tímabil eru einnig markverð i menntasögu okk-
ar íslendinga. Kirkjuordinansía Dana var lögleidd hjer á
landi 1541 og 1551. Síðan hefur klerkastjett íslands
borið uppi menntun almennings, og sumir biskuparnir
verið aðalstyrktarmenn hennar.
Guðbrandur f>orláksson Hólabiskup (1542 — 1627) Ijet
prenta mikinn fjölda bóka. Hann ljet sjer annt um fræðslu
barna og almennings, og má með sanni segja, að hann
hafi lagt hinn fyrsta grundvöll að menntun almennings
bjer á landi, Samt má enginn ætla, að menntun almenn-
ings hafi komist í gott lag við siðabótina. Kristján III.
skipaði 1542 að setja barnaskóla á þremur klaustrunum,
en ekkert varð þó úr þessu, og ekki var lieldur farið ept-
ir ákvæðum kirkjuordinansíunnar. Árið 1622 var lögleidd
hjer á landi hin norska kirkjuordinansía frá 2. júlí 1607,
en það sjest eigi, að lögleiðsla hennar hafi gefið tilefni
til þess, að börn eða unglingar væru frædd, eins og vera
bar, því að í tilskipun, 22. apr. 1635, segir Kristján IV.,
að hann hafi komist að raun um, að mikil vanræksla
væri sýnd á íslandi með fræðslu barna í kristnum fræð-
um og sannri guðsþekkingu, og í konungsbrjefi 29. maí
1744 um kirkjumál á íslandi er það tekið fram, að þrátt
fyrir ordinansíuna og önnur lagaboð hafi barnauppfræðslu
á Islandi verið mjög ábótavant, og að klerkar og alþýða
manna hafi vanrækt hana.
Pietistahreifingin hófst í lok 17. aldar, en andlegar