Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 12
12
Klomens Jónsson.
berum orðum segja, að svo skuli rekin, og snerta þau það,
sem kalla má yfirsjónir í mótsetningu við glæpi, svo sem
brot á lögreglusamþykktum, reglugjörðum. samþykktum,
veiðilögum o. sv. frv., og önnur þess konar minni háttar
brot gegn lögum.
fegar þess háttar yfirsjónir eða brot gegn þessum
lögum liefur átt sjer stað, þá tekur lögreglustjórinn það
til prófs og meðferðar á venjulegan hátt, eða alveg eins og
í sakamálum, en þegar prófinu er lokið, skýrir hann hin-
um kærða frá, að mál muni verða höfðað gegn honum, og
tekur það upp til dóms, og kveður svo upp dóm í því,
án þess að neinn verjandi sje skipaður; í þessum mál-
um á því engin eiginleg málsfærsla sjer stað, þó á hinn
kærði auðvitað rjett til þess, að færa fram það, sem hann
álítur, að sje sjer til málsbóta, og hann getur einnig
sjálfur tekið sjer talsmann, og fengið frest til þess að
koma fram vörn fyrir sig. Dómarinn er ekki skyldur að
kveða upp dóm í málinu, heldur getur hann hafið það eða
útkljáð það með aðvörun, þó því að eins, að hinn kærði
mótmæli því ekki; ennfremur má útkljá málið á þann veg
að hinn kærði gengst undir að borga hæfilega sekt. Ef
málið er höfðað eptir boði amtmanns. eða kröfu bæjar-
stjórnar, eða sveitarstjórnar eða einstaks manns, má þó
ekki útkljá málið án reglulegs dóms, nema sá samþykki,
sem krafist hefur málssóknar. Ef refsing eptir dóminum
er meiri en 40 króna sekt, eða vandarhögg, eða einfalt
fangelsi í 8 daga fyrir börn undir 15 árum, svo og ávallt,
þegar málið er ekki höfðað af dómaranum af sjálfsdáðum,
skal, jafnvel þó hinn kærði sje ánægður með dóminn,
leggja málið fyrir amtmann, til þess liann geti kveðið á
um, livort dóminum skuli áfrýja eða eigi, annars má þeg-