Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 107
Menntun barna og uuglinga.
107
þýsku þjóðar: »Kennslumál vor þurfa að taka algerðum
stakkaskiptum, því það er eina ráðið til þess að varðveita
hina þýsku þjóð. Sú þjóð, sem geymir hjá börnum sín-
um hina djúptækustu og fjölhæfustu menntun, hún verð-
ur farsælust af öllum þjóðum. Hún verður ósigrandi í
viðureign við nágrannaþjóðirnar; hún verður öfunduð af
samtíðarþjóðum sínum, og hún verður þeim fyrirmynd,
sem þær líkja eptir«J). þ>essi orð hafa reynst sannkölluð
spádómsorð, því að vjer, sem nú lifum, getum borið það,
að þau hafa komið fram á Prússlandi ekki í einu, lieldur
í öllu.
í byrjun aldarinnar sendu Prússar menn til Pesta-
lozzis eins og Danir, en sá var munurinn, að Prússar
færðu sjer kenningar Pestalozzis rækilega í nyt. þ>eir
endurbættu barnaskóla sína, en sjerstaklega komu þeir
ágætu skipulagi á kennaraskóla sína.
Jeg hef áður minnst á skólasyldu barna oggetiðþess,
að henni væri framúrskarandi vel fullnægt. Arið 1824
voru þannig 66,611 börn í Aachenumdæmi ogþá vanræktu
að fara í skóla hjerumbil helmingur (32,471) barnanna, en
árið 1891 voru börnin 94,471 og þá voru að eins 7 börn,
sem vanræktu að fara í skóla. Af öllun ungum mönn-
um í Prússlandi, sem voru teknir í herinn árið 1891, voru
199 af hverjum 200, sem höfðu að minnsta kosti lært
allt, sem átti að læra í barnaskólunum.
Börn Prússa eiga að ganga í skóla frá 6.—14. árs.
Að undanskildum helgidögum eru hjerumbil 63 dagar á
ári frídagar fyrir börnin; er því skólatími þeirra hjerum-
bil 42 vikur á ári. í skólunum eiga þau að læra: krist-
1) Yor Ungdom. 1900. bls. 377.