Lögfræðingur - 01.01.1901, Blaðsíða 135
Menntun barna og unglinga.
135
lagsins, nn fjelög þessi gátn ekki liaft fullnægjandi um-
sjón með því, hvernig fjenu væri varið, og því vildi stjórn-
in fá umsjón með skólum. Kennslan í skólunum þótti
mjög bág, og því vildi stjórnin fá fje til kennaraskóla, og
stofna ráðaneytisdeild til þess. að hafa umsjón með barna-
skólum. Stjórnin hafði |)á enn brögð í tafii. Káðaneyt-
isdeildin var stofnuð méð konungsúrskurði árið 1839. Lá-
varðarnir sneru sjer þá til Victoríu drottningar með um-
kvörtun út af þessu. En hún veitti þeim óþökk fyrir.
Fjárveitingin til kennaraskólánna sætti hinum mesta
móthlæstri Einn af biskupunum í efri málstofunni sagði,
að skólastofnunin mundi leiða til vantrúar, og bætti því
við, að hún »væri hið mesta högg, sem reitt hefði verið
að trú landsins.«')
Stjórnin varð því að lofa, að skipta fjenu til kenn-
araskólanna milli kirkjufjelaganna, sem hjeldu uppi skól-
unum. Fjelögin voru og hrædd við alla umsjón. og því
varð stjórnin að lofa því, að skipa engan umsjónarmann.
nema ríkiskirkjufjelagið samþykkti skipunina, og þá fjekk
fríkirkjuíjelagið sama rjett. Umsjónarraennirnir voru að
eins klerkar. Höfðu ýmsir þeirra litla þekkingu í skóla-
málum.
Árið 184-3 vildi stjórnin fá samþykkt lög um fræðslu
barna í verksmiðjum, en ríkiskirkjumenn áttu að hafa þar
talsverð áhrif; þá risu fríkirkjumenn upp. þ>eir sendu
1) í efri málstofunni var því haldið fram, að menntun alþýð-
unnar væri skaðleg, og varð eiuum lávarðinum þá orð af
vörum, sem síðan er að minnum haft: „If a horse knew
as much as a man, I would not be his rider“ (Ef hesturiun
hefði cins mikla þekkingu og maður, þá vildi jeg ekki eiga
að riða honum).