Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 10

Skírnir - 01.12.1917, Side 10
344 Trúarhugtakið. [Skírnir - blinda beiningamannsins við Jeríkó. En við alla þessa menn sagði Jesús, að trú þeirra, o: þetta traust til máttar hans og bjálpar, hefði gjört þá heila. Énda er þetta í fylsta samræmi við upplýsingar þær sem guðspjöllin gefa, að vantrú manna hafi gjört Jesú erfitt eða alls ómögulegt að framkvæma kraftaverk (Mt. 13, 58; Mk. 6, 6). En um þetta geta guðspjöllin í sam- bandi við móttökur þær, er Jesús fékk í ættborg sinni. Þar vantaði traustið til hans eða til þess að máttur Guðs birtist í honum. — Þá kem eg að ö ð r u, s e m v e k u r a t h y g 1 i m a n n s, þegar farið er að yfirvega ummæli Jesú um trúna. Það eríliverju Jesús telur enga trú eða litla trú fólgna. Það eru áhyggjurnar, kvíðinn, hræðslan við hættur og böl og e f i n n, sem bera að hans dómi vott um litla eða enga trú. Á Genesaretvatninu álasar Jesús lærisveinum sínum fyrir h r æ ð s 1 u þeirra. Það er líkast því að þeir liafi e n g a t r ú, ekkert traust til æðri hjálpar. Jesús hvetur J a í r u s samkundustjóra til að vera ekki h r æ d d a n, þegar honum er sagt lát dótturinnar. Trú hans á að birtast í þvi, að hann vantreysti ekki að hjálp sé fáanleg. Áhyggjur og hugsýki nefnir Jesús í Fjallræðunni litla trú. En áhyggjurnar eru, eins og vér öll vitum, van- traust á Guði. I öllum þessum og öðrum svipuðum ummælum er trúin sama sem traust. En traust þetta getur ýmist beinst að Guði, verið guðstraust, eða að Jesú sem traust á mætti lians eða mætti Guðs, sem birtist í honum. Þess vegna er bæði talað um trú á Guð og trú á Krist. Traustið á Guði á að útiloka allar áhyggjur fyrir fæðu og fatnaði, allan kvíða fyrir hættum og böli, og alla hræðslu og efasemdir um kærleiksrík afskifti Guðs og handleiðslu. Jesús setur þessu trausti engin tak-

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.