Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1917, Side 11

Skírnir - 01.12.1917, Side 11
Skirnir] Trúarliugtakið. 345- mörk. Vegna fullvissu kans um takmarkalausa föður- elsku Guðs og almætti Guðs, var honum ómögulegt að setja traustinu nokkur takmörk. Þetta sést af áðurnefndu ummælunum i 9. kap. Mk. guðspj.: »S á getur alt,. s e m t r ú n a h e f i r«. Og líku er haldið fram í Mk. 11 í áðurnefndu ummælunum um bænina, að menn skuli trúa að þeir haíi öðlast það, sem þeir biðja um í bænum sín- um. En hvergi kemur þó ef til vill betur fram, hvað Jesús á við þegar hann talar um írúna, en í ummælum hans um »trú eins og mus tar ð sk o rn«. Jafnvel mustarðskornstrúin getur komið ótrúlega miklu til leiðar. Og það stafar af því, að trúin er traust til Guðs, og það sem trúin áorkar er komið undir krafti Guðs, sem er hinn æðsti veruleiki, orsök alls, uppspretta alls máttar og kær- leika. Sá sem er trúaður, lítur ekki á sjálfan sig, eins og það væri undir mætti hans eigin sálar komið, hvort eitt- hvað gæti átt sér stað eða ekki. Trú hans er í því fólgin, að hann finnur til eigin veikleika, en treystir Guði. Og Jesús heldur því fram, að ef maðurinn að eins eigi must- arðskorn af þessu trausti, þá geti hann hið ótrúlegasta Jesús á þar auðvitað ekki við, að menn eftir eigin geð- þótta geti notfært sér undramátt Guðs. Hversu fjarri væri það ekki auðrnýktarhugarfari hans, sem beindi huga sínum að hinu himneska, en ekki hinu jarðneska/ En Jesús á með orðum sínum um mustarðskornstrúna við það, að almætti Guðs verði engin takmörk sett, og að þeir sem treysti Guði muni öðlast það, sem annars væri raeð öllu ógerlegt og óliugsanlegt. Eins og Jesús sjálfur frá Ouði fékk aðstoð og mátt af því að liann treysti honum, eins krefst hann þess af lærisveinum sinum, að þeir treysti Griaði, til þess að þeir fái líka kraft frá sömu uppsprettunni. 2. Ef vér athugum óbein ummæli Jesú um 11' ú n a, komumst vér að sömu niðurstöðu. Vér vitum hve guðstraustið skin út úr allri prédikun Jesú. Hægir að benda til Fjallræðunnar og mörgu um- mælanna þar, sem hvetja menn til að treysta Guði af- dráttarlaust.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.