Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 15

Skírnir - 01.12.1917, Page 15
Skírnir] Trúarhogtakið. 349 vitum að það er trúin sem traust, sem rekur út allan kvíða og hræðslu. Þessi síðustu ummæli sýna oss, að samkv. kenningu Jesú í .Tóh. guðspj. á trúin bæði að beinast að Guði og Jesú sjálfum. Annars er það trúin á Jesú, sem guðspjallið leggur megináherzluna á. ííægir að minna á orðin í 3. kap. guðspjallsins: »Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn son, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft lif« (v. 16). »Sá sem trúir á hann, dæmist ekki« (v. 18), »sá sem trúir á soninn, hefir eilíft lif« (v. 36). Trúnni er lýst sem hinni andlegu afstöðu til Krists og hins guðdómlega sannleika og kærleika, sem opinber- aður er í Kristi. Trú á kenningu hans (5, 38; 8, 45 o. v.); trú á að Guð hafi sent hann (11, 42); á að hann sé í föðurn- um og faðirinn í honum (14, 10), að hann sé útgenginn frá Guði (16, 27); á guðssonerni hans og Messíasartign (6, 69; 11, 27; 20, 31) o. s. frv. Þarna er, eins og vér sjá- um, farið að leggja áherzluna á trúarkenninguna, sem ekki er gert í samstofna guðspjöllunum. En það er alt gjört í þeim tilgangi, að menn gætu treyst Kristi sem opinberara Guðs, sem syninum eingetna, sem Messíasi, °g á þann hátt komist í trúarsamfélag við hina æðstu veru. Trúna á Krist og trúna á Guð var því ekki hægt að aðgreina. Traustið til Jesú, sem hefði orð eilífs lífs (6, 68) og sem væri vegurinn, sannleikurinn og lífið, var trú a starfandi Guð, sem opinberaði kærleika sinn í syninum. Þótt benda megi á talsverða breytingu á trúarhug- takinu í Jóh. guðspj. í samanburði við samstofna guðspjöll- ln> staðfestir þó frásögn Jóh. guðspj. vitnisburð eldri guð- spjallanna um, að trúin í dýpstu merkingu sé t r a u s t, og það leggur áherzlu á, að þetta traust byggist á þekkingu og elsku og leiði til hins innilegasta samfé- lags við föðurinn og soninn og til eilifa lífsins. II. Næst verður að líta á, hvað mest hafi ein- hent trú hinna fyrstu lœrisveina Jesú, þeirra, sem með konum höfðu verið.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.