Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 18

Skírnir - 01.12.1917, Page 18
352 Trnarhugtakið. [Skírnir Drotni vorum (Róm. 8, 39), sé ætlaður öllum mönnum, án tillits til stöðu, stéttar, kynferðis, mentunar, þjóðernis eða trúarbragða. Skilyrðið sé að eins eitt, hið sama fyrir alla undantekningarlaust. Og þetta skilyrði sé trúin þ. e. að taka við náð Ouðs. En þar eð náð Guðs hefir birzt i Kristi, er kristna trúin samkvæmt kenningu Páls trú á Krist (Róm. 3, 22, 26) og ieyndardómsfult samfélag við Krist og Guð fyrir hann. Þessari kærleiksafstöðu trúaðs manns til Guðs og Guðs sonar lýsir Páll víða. Hann talar um að vera í Kristi (2. Kor. 5, 17) og að Jesús Kristur sé í hinum trúuðu (2. Kor. 13, 5). Og að hann tali þar út frá eigin reynslu og að meðvitundin um kærleika Guðs og náð, sem hann átti Kristi að þakka, hafi verið rik í huga postulans, sést víða í bréfum hans. En hvergi kemur það þó ef til vill fegur fram en í þessum orðum Galatabréfsins: »Sjálfur lifi eg ekki framar, heldur lifir Kristur í mér. En það sem eg þó enn lifi í holdi, það lifi eg í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig« (2, 20). Af þessu sést hve djúpt og víðtækt trúarhugtakið er hjá Páli. Enda eru siðgæðisáhrif trúarinnar mikil eftir kenningu Páls. Trúin starfar í kærleika (Gal. 5, 6) og náið samband milli trúar, vonar og kærleika(l. Kor. 13,13). Traustið er einnig hjá Páli einn liður í trúnni, en það sem honum er mest kappsmál að koma mönnum í skilning um, er að allir réttlætist fyrir trúna eina. — IV. Eftir að hafagjörtoss grein fyrir í hvaða merkingu Páll talar um trúna, komum vér að bréfi, sem heimspekilegasta útlistun hefir á því hvað trú sé. Það er Hebreabréfið. I 1. v. 11. kap. bréfsins er regluleg skilgreining á trúnni. »Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þáhluti, sem eigier a u ð i ð a ð s j á*. í þessari skilgreiningu felast tvöatriði. Annað er fullvissan umþað, sem menn vona o: fullvissa

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.