Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 60

Skírnir - 01.12.1917, Page 60
:394 Þjóðfélag og þegn. [Skirnir um samsvarandi upphæð, þá íþyngdi það á engan hátt öllum þeim, sem landsskuldir eða lóðagjöld eiga að greiða til annara, en gæti létt af mönnum talsverðu af opinber- um gjöldum. — Og landeigendur gæti á engan hátt skor- ast undan slíkum skatti, því með honum er þjóðfélagið að eins að krefjast leigu af þeim höfuðstól, sem það á í þeirra vörzlum, og með skírskotun til þess, að þeir hafa eftir sem áður óskertan afnota og yfirráða- rétt á þeim gæðum, sem að náttúrlegum rétti er jöfn vöggugjöf allra, er i heiminn fseðast, þá er sýnilegt, að þeir væri engum órétti beittir. Nú mætti ætla, að þessum skatti yrði »velt« eins og svo mörgum öðrum, sem á hefir verið minst, en af tvenn- um ástæðum gæti það ekki orðið, a. m. k. ekki nema um stundarsakir. Ber það til þess, að hver hækkun sem gerð væri á landsskuld, eða lóðagjöldum, kæmi fram við næsta mat sem verðhækkun á landinu, og leiddi þá af sér þeim mun hærri skatt. Gæti því ekki verið nema um stund- arhagnað að ræða með slíkri aðferð, ef möt væru nokkuð tíð, og svo kemur og annað til greina, sem vinnur á móti öllum tilraunum til að velta skattinum yfir á landnotendur með alment hækkandi álögum á þá. Við svona skatt fellur nefnilega alt land í verði sem verzlunarvara, af því þá verður meira framboð á þvi, en með fallandi land- verði lætur ekki vel í ári með að hækka landsskuldir o. s. frv. því það leiðir til þess, að þeir, sem fyrir álögunum verða, leita þangað sem framboð er meira á jarðarafnotum, og þau ódýrari móts við aðstöðu. Það verður því að teljast með höfuðkostum slíks skatts, að þeir sem hann e i g a að greiða geta ekki velt honum af sér svo teljandi sé, og yfirleitt fullnægir liann öllum þeim skilyrðum fyrir heppilegum skatti, sem að framan æru talin: Skattstofninn er augljós1) og ábyggilegur, og *) Það þykir ef til vill geta orkað tvimælis hvort skattstofninn flé eins augljós og hér er haldið fram. Auðvitað dettur engum í hug Að hægt sé að dylja landeign eða draga undan skatti, en hitt draga margir i efa, að óhugsuðu máli, að hægt sé að meta hið félagsmyndaða

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.