Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1917, Page 74

Skírnir - 01.12.1917, Page 74
408 Stúlkan brjóstveika. [Skírnir*- Og geisla-merlað gerist þá hið grímuskygða torg, og þá er margt í koti karls, sem kongs er ekki í borg. Á draumavængjum dáleidd sál. í dularlieiminn i'er. Og sælan heunar er þar öll, sem augað neitt ei sér; þar lifir von liins veika manns,. á vængjum flögrar hún úr dauðans-myrkvu dala þröng — úr dimmu í morgunbrún. VI. Sá langi vetur liðinn er. Eg lit þig hverja stund í þinni frónsku sjúkdómssæng í svefni og dvala blund. Og vökudægrin verða mér, að vonum, minnisstæð, og augna þinna eintal hvert frá efstu sjónarhæð. En vorið kom með vinda hreimi og vatnastrengja fjöld, og árnar kváðu indæl lög, frá óttu, fram á kvöld. Um allar nætur ymur dátt í eyrum niður sá og hrifur hvern, sem hlusta vill*. og heyrnarskynjun á.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.