Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1917, Síða 95

Skírnir - 01.12.1917, Síða 95
• Skírnir] Ritfregnir. 429 Daniel Brnun: Erik den Rödo og Nordbokolonierne i ■Grönland. Kbh. 1915. IV + II + 238 bls. Ýmsar þjóðir Norðurálfunnar hafa gert mikla gangskör að því að rannsaka höf og lönd við norðurheimskantið og varið of fjár til slíkra ferða. A fyrri öldumlj voru heimskautsfarir yfirleitt mjög hættulegar, því að kunnáttu vantaði bæði til að gera skipin nokk- urn veginn i'sfær, og svo vantaði mikið á, að útbúnaður og viður- gerningur skipshafna væri svo ríkulegur, góður og hollur sem þörf krafði, enda varð þá eigi heimkomu auðið mörgum þeirra, er til slíkra ferða róðust, þótt hraustir væri. Þá voru það einkum Hollending- ar, er tókust slíkar langferðir á’hendur norður í höf til hvalveiða, ■og Englendingar til að finna nýjar verzlunarleiðir norðan við megin- lönd As/u og Ameríku, og fleiri þjóða menn mætti nefna. En nú á síðustu tímum hafa frændþjóðir vorar á Norðurlöndum: Danir, Norðmenn og Svíar, trert út leiðangra til að rannsaka óbygðir um- hverfis norðurheiniBkautið, og munu flestir kannast við norðurfara sllka sem Hovgaard (1882), Nansen (1893) og Nordenskjöld (1872, 1878—80) og marga fleiri. Hafa allar þær ferðir einkum verið gerðar til að auka þekking manna á löudum og höfum, dýrum, ]urtum og jarðefnum þar norður frá, enda vita menn nú miklu ffieira um alla eðlisháttu þessa hluta heimsins en fyrir einum manns- aldri. Danir hafa sórstaklega lagt mikið kapp á að rannsaka lands- lag og náttúru Grænlands f jörðu og á, mæla lönd og firði, haf- strauma og ísrek með ströndum frarn, svo að nú þekkja menn þar nalega hvern krók og kima. Skýrslur um vísindalegan árangur þessara rannsókna má finna x miklu ritsafni, er einu nafni nefnist »Meddeleiser om Grönland«. Höfundur bókar þeirrar, er getur hór að ofan, var á Grænlandi árin 1894 og 1903 og leitaði þá uppi og^kannaði bygðir og býli og aðrar minjar norrænna landnámsmanna á Grænlandi og afkomenda l>e'rra. Svo sem kunnugt er, fann Eiríkur hinn rauði Þorvaldsson fyrstur Grænland um 981 og fjórum árum síðar tóku íslendingar nema þar land og bygðist landið á fám árura, en þjóðfólags- ®hipun landsmautia var að mestu sniðin eftir því, sem hór gerðist, ■enda voru samgöngur tíðar milli landanna fyrst framan af. í fyrsta kafla bókarinnar er sagt frá æsku og uppvexti Eiríks að Dröngum, kvonfangi hans og dvöl við Breiðafjörð, unzjhann var sekur ger og ^ór vestur um haf á leit nýs bústaðar. í öðrum kaflanum er frá- sogn urn landnámið sjálft og nákvæm og fögur Ij'sing á landkostum (Þar f bygSunum, alt eftir beztu heimildum, fornum og nýjum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.