Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 18

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 18
b) Minningargreinar um látna lögfræðinga Minningargreinar um látna lögfræðinga hafa verið fastur liður í ritinu frá upphafi. Þetta er í samræmi við forystugrein ritstjórans Einars Arnórssonar í fyrsta heftinu sem nefnir sérstaklega „minningar dáinna lagamanna“. Fyrstu minningargreinina er að finna þegar í því sama hefti. Er greinin rituð af Gústaf A. Sveinssyni til að minnast Eggerts Claessen hæstaréttarlögmanns sem lést 21. október 1950. Næstu minningargrein er að finna í 1. hefti 1952 og er hún rituð af Lárusi Fjeldsted um Svein Björnsson forseta. Um Lárus sjálfan birtist síðan afmælisgrein í 2. hefti 1954 í tilefni af 75 ára afmæli hans en slíkar afmælis- greinar eru fátíðar. Dæmi er um minningargreinar um útlenda lögfræðinga en í sama hefti og nefnt var er einnig að finna minningargrein um prófessor Henry Ussing. c) Fræðigreinar Stærstur hluti tímaritsins, í blaðsíðum talið, hefur lengstum verið fræðigrein- ar um lögfræðileg efni. Eins og fyrr segir var Einar Amórsson því sem næst einn um að rita slrkar greinar í tímaritið fyrstu árin. Þá lúta kvartanir ritstjóra oftast að því að nokkuð skorti á ritgleði íslenskra lögfræðinga. Fer tæpast milli mála að einn erfiðasti þátturinn í útgáfu tímaritsins lengi framan af var öflun fræðilegs efnis. Það eru að sjálfsögðu engin tök á að gera nákvæma grein fyrir þeim fræði- greinum sem birtar hafa verið í Tímariti lögfræðinga og efni þeirra. Fyrsta fræðigreinin sem skrifuð er af öðrum en ritstjóra er grein Bjama Benediktsson- ar, síðar forsætisráðherra, „Lögkjör forseta íslands“ í 4. hefti 1951. Sú næsta er eftir Ama Tryggvason hæstaréttardómara „Þagnarskylda málflutningsmanna og lækna fyrir dómi um einkamál manna“ í 2. hefti 1952. Fyrst kvenna til að birta fræðilega ritgerð í Tímariti lögfræðinga var Hjördís Hákonardóttir, nú héraðsdómari í Reykjavík, „Eru fóstureyðingar réttlætanleg- ar?“ í 3. hefti 1973. Næst kvenna til að birta fræðilega grein í tímaritinu var Guðrún Erlendsdóttir, nú hæstaréttardómari, „Barnaréttindi" í 1. hefti 1976. Veitir þetta vísbendingu um að þáttur kvenna í fræðilegri umræðu meðal lög- fræðinga hafi lengst af verið fremur rýr en hann hefur aukist mikið hin síðustu ár þótt enn sé mikill meirihluti greina í tímaritinu skrifaður af körlum. Fróðlegt er að skoða hvemig fræðilegt efni blaðsins skiptist milli einstakra greina lögfræðinnar og hvaða stéttir lögfræðinga hafa þar lagt af mörkum. Hafa þarf margvíslega fyrirvara varðandi þær niðurstöður sem hér koma fram. í fyrsta lagi er það álitamál í mörgum tilvikum hvort telja beri grein í blaðinu til fræðigreinar. Hefur sú leið verið valin að skýra þetta mjög rúmt. Þannig er víst að með hafa verið taldar ýmsar greinar sem margir myndu ekki fallast á að væru fræðilegar í ströngum skilningi. Er þar m.a. átt við fyrirlestra og erindi af ýmsu tagi sem flutt hafa verið á fundum og málþingum lögfræðinga sem að ytri bún- 274
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.