Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 22

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 22
Reykjavíkur og Hæstarétti en það er ritstjórinn sjálfur, Einar Amórsson, sem skrifaði þættina um dóma Hæstaréttar. Erfitt virðist hafa verið að halda þessum þáttum úti reglulega en næsta þátt frá Bæjarþingi Reykjavíkur er að finna í 1. hefti 1954. Samt sem áður má segja að þetta sé nokkuð fastur liður í ritinu. Síð- asti þáttur sem er með eiginlegum dómareifunum er að finna í 4. hefti 1973. Meðal nýjunga sem Jónatan Þórmundsson fitjaði upp á þegar hann settist í stól ritstjóra var þátturinn „Af vettvangi dómsmála“ sem fyrr er getið. í þessum þáttum, sem vom nokkuð reglulegur liður í ritstjómartíð Jónatans, er að finna all ítarlega reifun á einum dómi, venjulega dómi Hæstaréttar Islands, og fræði- lega umfjöllun um hann. I fyrsta heftinu sent Jónatan ritstýrði er þannig að finna grein undir þessum lið eftir Björn Þ. Guðmundsson prófessor sem ber heitið „Um Hæstaréttardóm 1981:266“ (Borgarspítalamálið). Þáttinn er að finna í öll- um heftum tímaritsins til og með 1. hefti 1987. Hann birtist síðan frekar óreglu- lega eftir það og síðast í 4. hefti 1989. Eftir að Jónatan lét af ritstjóm hefur þátt- inn ekki verið að finna í blaðinu. Nokkur eftirsjá er að honum enda var hann kjörinn vettvangur fyrir fræðilega greiningu og málefnalega gagnrýni á einstaka mikilvæga dóma. Tilvist slíkra fastra þátta í tímaritinu er þó sem áður undir því komin að menn hafi vilja og finni sér tíma til að skrifa þá. e) Bóka- og ritfregnir Bókafregnir hafa fylgt Tímariti lögfræðinga frá upphafi, mjög óreglulega þó. Einkum bar á þessu á fyrstu árum tímaritsins þar sem oft voru fluttar fréttir af nýútkomnum bókum um lögfræðileg efni, jafnt erlendum sem innlendum. Stundum var jafnvel um ritdóma að ræða. Þannig er í 4. hefti 1952 að finna þátt eftir Einar Amórsson þar sem hann fjallar um fimm lögfræðirit. Þrjú þeirra eru eftir Olaf Lárusson, þ.e Eignaréttur /, Islenskur sjóréttur og Kaflar úr kröfu- rétti; eitt eftir Þórð Eyjólfsson, Persónuréttur og eitt eftir Olaf Jóhannesson, Lög og réttur.26 Þar sem ekki kom út mikið af íslenskum lögfræðiritum á þess- um tíma gat að sjálfsögðu ekki orðið um fastan þátt að ræða um íslenskar bæk- ur. Því var einnig að finna í ritinu umfjöllun um erlendar bækur. Þannig er að finna þátt eftir Theodór B. Líndal um erlendar bækur í 2. hefti 1954.27 Bóka- fregnir birtust af og til í blaðinu eftir þetta bæði um innlendar og erlendar lög- fræðibækur, flestar ritaðar af Theodór B. Líndal. Einstaka sinnum vom þær nokkuð ítarlegar, sbr. t.d. grein Þórðar Eyjólfssonar um Fjölmœli, doktorsrit- gerð Gunnars Thoroddsen.28 Eftir að Þór Vilhjálmsson tók við ritstjóm tímarits- ins birtust bókaþættir eða fréttir af nýjum ritum sjaldan og þá því sem næst að- eins í formi tilkynninga um útkomnar bækur, án sérstakrar umfjöllunar að öðm 26 Einar Arnórsson: „Fimm lögfræðirit“. Tímarit lögfræðinga. 4. hefti 1952, bls. 228-245. 27 Theodór B. Líndal. „Erlendar bækur“. Tímarit lögfræðinga. 2. hefti 1954, bls. 128. Framhald birtist í 1. hefti 1955, bls. 60-64. 28 1‘órður Eyjólfsson: „Um „Fjölmæli" doktorsritgerð Gunnars Thoroddsen". Tímarit lög- fræðinga. 1. hefti 1969, bls. 63-74. 278
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.