Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 34

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 34
eða vegna annarra atvika, sem kaupandi getur hvorki stjómað né yfirunnið. Um rétt seljanda til að krefjast efnda á þeirri skyldu kaupanda, að hann stuðli að efndum, gilda ákvæði 23. gr. kpl. eftir því sem við getur átt. Ef seld þjónusta er gölluð, getur neytandinn krafist þess, að seljandi hennar bæti úr göllunum, nema það valdi seljanda óhæfilega miklum kostnaði eða verulegu óhagræði, sbr. 11. gr. laga nr. 42/2000 um þjónustukaup (þjkpl.). í 16. gr. þjkpl. er mælt fyrir um úrbótarétt seljanda. Þar kemur fram, að tilkynni neytandi um galla og bjóðist seljandi til að bæta úr honum, getur neytandi hvorki krafist afsláttar né heldur rift samningi um kaup á þjónustunni, enda sé bætt úr galla innan sanngjams frests og án kostnaðar eða verulegs óhagræðis fyrir neytandann. Reglan um rétt kröfuhafa til þess að krefjast efnda in natura af viðsemjanda sínum gildir að meginstefnu til í öllum samningssamböndum, en frá henni eru þó ákveðnar undantekningar, sem ýmist styðjast við ákvæði í lögum, réttarfram- kvæmd eða þær leiðir af eðli máls.2 Kaupandi getur þannig krafist afhendingar á söluhlut, sbr. 23. gr. kpl.; leigjandi getur krafist þess að fá umráð leiguhúsnæðis og lánveitandi getur krafist þess að fá lánsfjárhæð endurgreidda í samræmi við ákvæði lánssamnings. Kröfuhafi, sem velur þann kostinn að halda fast við samninginn þrátt fyrir vanefndir viðsemjanda síns, getur fengið aðfarardóm fyrir kröfu sinni eða viður- kenningardóm, sem leggur skuldara þá skyldu á herðar að efna eða viðurkennir skyldu hans. Eins er hugsanlegt, að kröfuhafi geti með innsetningargerð fengið sig settan inn í umráð söluhlutar eða hins leigða, en þá verður réttur kröfuhafa að vera skýr og ótvíræður, sbr. ákvæði 12. kafla aðfl. nr. 90/1989. Sjá til athugunar annars vegar H 1962 527 (Bugðulækur) og hins vegar H 1976 750 (Safamýri) og H 1981 1483 (Hólmgarður).3 I dómasöfnum eru dómar, sem dæma skaðabætur vegna samningsrofa, miklu algengari, heldur en þeir dómar, sem dæma menn til þess að efna skylduna samkvæmt aðalefni hennar. Það er þó engan veginn hægt að draga þá ályktun af þessu, að hér sé um þýðingarminna réttarúrræði að ræða heldur en skaðabætur. í ýmsum tilvikum getur það verið fýsilegri kostur fyrir kröfuhafa að krefjast efnda in natura heldur en að krefjast skaðabóta. Þannig er t.d. oft um sölu fasteigna og leigu á húsnæði. Eins má nefna sölu á listaverkum og listmunum eða öðrum slíkum einstökum munum, sem skuldari neitar að afhenda. 1.2 Inntak kröfunnar um efndir in natura Inntak kröfunnar um efndir in natura ræðst af efni þeirrar samningsskyldu, sem um er að ræða, og eðli þeirrar vanefndar, sem fyrir liggur. Kaupandi í lausafjárkaupum, sem gerir köfu um úrbætur, þ.e. að bætt verði úr gallanum, eða 2 Sjá nánar Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del. Kaupmannahöfn 1991, bls. 35. 3 Um dóma þessa sjá nánar Þorgeir Orlygsson: „Þinglýsing kaupsamnings í fasteignakaupum“. Tímarit lögfræðinga. 1. hefti 1989, bls. 16. 290
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.