Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 36

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 36
laganna: Úrrœði kaupanda vegna vanefnda seljanda. Greiðsludráttur. Eru efndir in natura ótvírætt taldar til vanefndaúrræða í þeim lögum. Skylda skuldara til þess að efna skyldu sína samkvæmt gagnkvæmum samningi verður stundum ekki virk, fyrr en kröfuhafi hefur beint til hans áskorun um efndir. Þannig kemur fram í 49. gr. kpl. um greiðslu kaupverðs, að leiði greiðslutíma ekki af kaupsamningnum, skal kaupandinnn greiða kaup- verðið, þegar seljandinn krefst þess, en þó ekki fyrr en hluturinn er afhentur kaupanda eða stendur honum til ráðstöfunar í samræmi við samninginn eða kpl. Um afhendingu söluhlutarins er hins vegar fjallað í 9. gr. kpl. Þar segir, að eigi ekki að afhenda hlut samkvæmt kröfu eða án tafar, og afhendingartímann leiðir ekki heldur með öðrum hætti af samningi, skal afhenda hlutinn innan sann- gjarns tíma frá því að kaup voru gerð. Reglur kpl. nr. 50/2000 eru með nokkuð öðrum hætti en var í kpl. nr. 39/1922. Samkvæmt þeim gilti sú regla, ef ekkert hafði verið ákveðið um það, hvenær kaup- verðið skyldi greitt eða seldum hlut skilað, og atvik lágu eigi svo til, að af þeim mátti ráða, að þetta skyldi gert svo fljótt sem unnt var, skyldi líta svo á, að kaupverðið bæri að greiða og hlut að afhenda, hvenær sem krafist var, sbr. 12. gr. eldri kpl. Hér varð greiðsluskylda skuldara ekki virk, fyrr en kröfuhafi hafði komið fram með áskorun um efndir. Það verður ekki litið svo á, að um vanefnd sé að ræða, ef skuldari efnir skyldu sína á gjalddaga eða afhendingardegi, hvort heldur sem efnt er að undangenginni áskorun eða ekki. Askorun, sem sett er fram um efndir á tímamarki, þegar samningur hefur ekki verið vanefndur, telst samkvæmt því ekki beiting vanefndaheimildar.6 Getur það verið háð mati hverju sinni, á hvorum samn- ingsaðila hvílir frumkvæðisskylda í þessum efnum. Sjá til athugunar H 1965 63 (Skaftahlíð), H 1967 707 (Hjaltalínsreitir) og H 1971 525 (Garðaflöt). Um handhafaskuldabréf gildir sú regla, að greiðslustaður þeirra er hjá skuld- ara, sbr. t.d. H 1933 491 (Þvottalaugarblettur), en þar sagði: „Því að um hand- hafabréf yfirleitt gildir sú regla, að ekki verður talið, að skuldarar samkv. þeim séu skyldir að greiða fyrr en þeir eru krafðir greiðslu, enda geta þeir fyrr hvorki vitað hverjum né hvar þeir eiga að greiða, en í samræmi við þessa almenna reglu verður að skilja ákvæði þess veðskuldabréfs, sem hér um ræðir, urn gjalddaga". Áskorunarreglur geta í vissum tilvikum haft þýðingu við beitingu vanefnda- úrræða. Almennt er það að vísu svo, að réttur kröfuhafa til þess að beita úrræðum í tilefni vanefnda gagnaðila, er ekki háður því, að kröfuhafi hafi áður skorað á skuldara að efna skyldur sínar réttilega. Þannig er það almennt ekki viðbótarskilyrði riftunar, t.d. samkvæmt kaupalögum, að kröfuhafi hafi sannan- lega skorað á skuldara að efna samninginn. Þó getur réttur kröfuhafa til riftunar takmarkast, ef hann hefur sett skuldara viðbótarfrest til efnda, en í slíkum 6 Sjá nánar Henry Ussing: Obligationsretten Alm. Del, bls. 60 og Bernhard Gomard: Obligationsret 2. del, bls. 35-36. 292
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.