Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 64

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Síða 64
til, losnað undan ábyrgð. Sá, sem ræktar og selur grænmeti, getur ekki gert ráð fyrir góðri langtímaveðurspá á þeim tíma, sem samningur um sölu grænmetis var gerður og þannig hliðrað sér hjá allri ábyrgð á afleiðingum þess að veðrið reyndist í raun ekki samkvæmt spám. Öðru máli kann hins vegar að gegna, ef veður reynist mjög afbrigðilegt og mun óhagstæðara en rnátti búast við, t.d. ef frosthörkur verða í júlí. Annað dæmi er möguleikinn á mikilli geislavirkni. Ef kjarnorkuslys verður í viðskiptalöndunum má á sama hátt búast við því, að erfitt geti reynst að fá grænmeti og vissa matvöru frá þeim svæðum, þar sem geislavirkni gætir. Verður þá seljandi að hafa þetta í huga við samningsgerðina. En möguleikinn á geislavirkni er að öllu jöfnu svo lítill, að ekki er ástæða til fyrir seljanda að hafa slíkt í huga nema atvik hafi orðið, sem veiti vísbendingu um slíkt. Yfirleitt verður þess ekki krafist, að seljandi hafi annan sambærilegan hlut á lager með það í huga, að hinn seldi hlutur kunni að skemmast fyrir afhend- ingu. Eftir atvikum er slíkt þó ekki óhugsandi.51 4.5.6 Seljandi getur ekki komist hjá eða sigrast á afleiðingum hindrunar Fjórða skilyrðið fyrir ábyrgðarleysi er, að ekki sé unnt að ætlast til þess, að seljandinn geti komist hjá eða sigrast á afleiðingum hindrunar. Þetta skil- yrði er einnig háð því, til hvers var unnt að ætlast af seljanda. Hér er um það að ræða, hvað seljandi getur gert til að komast hjá eða sigrast á afleiðingum hindrunar. Af öðru skilyrðinu hér að framan leiðir hins vegar, að hafi seljandi getað komist hjá eða yfirunnið sjálfa hindrunina, er honum það skylt, enda er þá ekki um að ræða hindrun, sem seljandi fær ekki ráðið við. Fjórða skil- yrðið á m.a. við, þegar svo stendur á, að hindrun verður á tímabilinu frá því að kaup gerðust og fram að afhendingartíma. Seljanda er þá skylt að gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að afstýra afleiðingum hindrunarinnar. Þetta getur t.d. þýtt, að heildsali verði að velja annan framleiðanda en hann hafði ákveðið, ef augljóst verður, að sá framleiðandi muni ekki geta efnt skyldur sínar vegna verkfalla eða annarra slíkra hindrana. Eftir atvikum geta möguleikar og jafnframt skyldur seljanda legið í því að byggja upp nógu mikinn vörulager til þess að mæta hugsanlegum vandamálum af þessu tagi eða þá að leita til annarra birgja. Það nægir seljanda ekki í þessu efni að sýna fram á, að slík vöruútvegun sé dýrari en sú, sem hann hugsaði sér upp- haflega. Hugsanlegt er, að hindrun verði, eftir að vöruafhendingu hefur þegar seinkað af annarri ástæðu. Hindrun við þessar aðstæður leysir seljanda ekki undan ábyrgð, hefði hún ekki haft nein áhrif, ef afhendingin hefði farið fram samkvæmt samningnum.52 51 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 90-91. 52 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 91. 320
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.