Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 106

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2000, Page 106
talið ósanngjamt, miðað við aðstæður, að krefjast þess af kaupanda, að hann biði eftir úrbótum seljanda eða nýrri afliendingu.131 9.4.1.2 Seljandi ber kostnað af úrbótum I 1. mgr. 36. gr. kemur fram meginreglan um rétt seljanda til þess að bæta úr galla eða afhenda annan hlut. Skilyrði þessa réttar er í fyrsta lagi það, að þetta sé gert á kostnað seljanda. í því felst, að seljandinn á að bera allan kostnað, sem úrbætur hafa í för með sér, þ.m.t. flutningskostnað, sbr. og 1. mgr. 34. gr. Þessi regla er einnig í samræmi við 3. gr. (2) í tilskipun 99/44/EB, en þar er kveðið á um rétt neytanda til að fá vöru skipt eða bætt úr galla honum að kostnaðarlausu. Útgjöld vegna nauðsynlegrar leigu á öðrum hlutum, meðan hið selda er í við- gerð, falla einnig hér undir. Hins vegar fellur ekki sá kostnaður eða útgjöld undir ákvæðið, sem kann að leiða af því, að kaupandi verður fyrir framleiðslu- tjóni eða hann missir af samningi við þriðja mann. I þessum tilvikum yrði kaupandi að sækja skaðabætur eftir ákvæðum 40. gr. Þegar afhending að nýju á sér stað, ber seljanda að bæta kostnað, sem er því samfara að útvega þarf aðra hluti, ef seljandi hyggst afhenda þá í stað þeirra, sem afhentir voru í upphafi.132 9.4.1.3 Úrbætur leiði ekki til verulegs óhagræðis fyrir kaupanda í öðru lagi er það skilyrði, að úrbætur geti átt sér stað án þess að kaupandi bíði verulegt óhagræði af. Slíkt óhagræði getur m.a. lýst sér í því, að kaupand- inn geti ekki án söluhlutar verið, meðan úrbætur eiga sér stað, og þess er ekki sanngjarn kostur að útvega annan hlut á meðan. Þetta getur t.d. átt við, þegar gallinn snýst um öryggisatriði, t.d. ef öryggisgrind við stiga eða op reynist göll- uð. Einnig getur verið, að hið verulega óhagræði lýsi sér í því, að framleiðslu- röskun verði hjá kaupanda, t.d. ef úrbætur seljanda myndu leiða til þess, að framleiðslu seinkar eða hún stöðvast, eða kaupandi missir af mikilvægum samningum við þriðja mann. Eins getur hugsast, að úrbætur taki svo langan tíma, að það fari fram úr því, sem teldist verulegur dráttur á afhendingu sölu- hlutar. Kaupandinn getur einnig hafnað úrbótum, ef það er fyrir fram augljóst, að tilraun til úrbóta er dæmd til þess að mistakast. Þótt seljandinn hafi áður bætt úr göllum á söluhlut, veitir það ekki kaupand- anum heimild til þess að hafna úrbótum af hálfu seljanda á göllum, sem síðar 131 Ákvæði 36. gr. kveður á um rétt seljanda til þess að bæta úr galla á söluhlut eða afhenda aðra hluti í stað þess gallaða. Þetta ákvæði ásamt ákvæðinu í 34. gr. gerir þau úrræði að bæta úr söluhlut eða afhenda hlut á ný að sérstöku úrræði, sem bæði seljandi og kaupandi eiga rétt á að grípa til. í eldri kpl. var fjallað um heimildir seljanda til úrbóta í 49. gr., en þar sagði, að byðist seljandi til að bæta úr göllum, sem voru á seldum hlut, eða láta annan hlut ógallaðan koma í hans stað, yrði kaupandinn að sætta sig við það, ef það yrði gert áður en frestur sá væri úti, sem hann var skyldur til að bíða afhendingar, sbr. 21. gr., enda væri það augljóst, að hann hefði engan kostnað eða óhag- ræði af þessu. í 36. gr. kpl. nr. 50/2000 er fjallað um svipað efni og svarar greinin til 48. gr. Sþ- samningsins. Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 106-107. 132 Alþt. 1999-2000, þskj. 119, bls. 106-107. 362
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.