Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 30

Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslukerf i skatta Hér fara á eftir spurningar lesenda Morgunblaðsins um staðgreiðslu opinberra gjalda og svör embættis ríkisskatt- stjóra við þeim. Gréta Halldórsdóttir spyr: Get ég nýtt mér persónuaf- slátt móður minnar sem er ellilífeyrirsþegi og býr hjá mér. Hún nýtir persónuafslátt sinn aðeins að hluta? Svar: Neí, persónuafslátt má eingöngu færa milli hjóna eða samskattaðra sambúðaraðila. Guðrún Guðmundsdóttir spyr: Hversu háar eru húsnæðis- bætur og hvenær verða þær greiddar? Eru þær miðaðar við einstakling eða hjón? Svar: Nú liggur fyrir stjórn- arfrumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að húsnæðis- bætur hækki í kr. 42.484 og að sú fjárhæð gildi fyrir hvern mann. Frumvarpið hefur þó ekki varið afgreitt. Gert er ráð fyrir að menn sæki um hús- næðisbætur með fyrsta framtali eftir að réttur til þeirra stofn- ast. Fjármálaráðherra mun setja reglur um útborgun hús- næðisbóta í reglugerð. Rannveig Guðmundsdóttir . spyr: Við hjónin erum með tvö börn, 17 og 18 ára, sem eru í skóla og nýta þar af leiðandi ekki persónuafslátt sinn. Getum við nýtt okkur hann? Svar: Um þetta vísast til svars við spurningu Grétu Halldórsdóttur. Svar við spurn- ingu yðar er því neitandi. Jóhanna Jóhannsdóttir spyr: Hvert eiga dagmæður að skila sínu skattkorti? Svar: Dagmæður teljast sjálf- stæðir rekstraraðilar. Þær halda skattkorti sínu sjálfar og skila mánaðarlega staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Mögu- legt mun verða að þeir sem hafa reiknuð laun undir tilteknu lágmarki sem ríkisskattstjóri ákveður geri skil einu sinni á ári. Hver sá sem stundar sjálf- stæðan atvinnurekstur er skyldugur að tilkynna sig á lau- nagreiðendaskrá staðgreiðslu á þar til gerðu eyðublaði. Sigríður Jónsdóttir spyr: Hvernig koma eftirstöðvar námsmannafrádráttar til frá- dráttar fyrir þá sem nýlega hafa lokið- námi? Samkvæmt fyrri reglum þá var ákveðin upphæð frádráttarbær í fimm ár. Svar: Sá frádráttur sem heimilaður var vegna ónýttra eftirstöðva námsfrádráttar vegna skólanáms, sem stundað var eftir 20 ára aldur, var felld- ur niður við upgtöku stað- greiðslukerfisins. Úrskurðaður slíkur frádráttur heldur þó gildi sínu samkvæmt ákvæðum við- komandi úrskurðar. Margét Steingrímsdóttir spyr: Ég er í fullu starfi á sumrin en hálfu á veturna. Getur mað- urinn minn nýtt persónuafslátt minn hluta af árinu? Svar: Já, hann getur það. Aðili sem hefur það lágar tekjur að hann nýtir ekki persónuaf- slátt sinn að fullu getur farið með skattkort sitt til skattstjóra og fengið afslættinum dreift á fleiri kort. Aukaskattkort sem aðili notar ekki getur hann af- hent maka sínum eða sambúð- araðila sem notar það ásamt sínu eigin korti. Snorri Gissurarson spyr: Er það rétt skilið að ellilífeyr- ir sé ekki undanskilinn útsvari eins og verið hefur? Gengur ónýttur persónuafsláttur ekki upp í eignarskatt eftir nýja skattkerfinu? Svar: Staðgreiðsla, sem hefur að geyma tekjuskatt til ríkisins og útsvar til sveitarfélaga, er tekin af ellilífeyri á sama hátt og af öðmm tekjum. Við endan- lega álagningu gjalda getur sveitarstjóm lækkað, fellt niður eða endurgreitt álagt útsvar þeirra sem nutu ellilífeyris frá almannatryggingum. Sá hluti persónuafsláttar, sem ekki verður ráðstafað á móti álögð- um tekjuskatti og útsvari, gengur ekki upp í álagðan eign- arskatt, heldur fellur niður. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir spyr: I sambandi við skilagrein á staðgreiðslu opinberra gjalda. Er nóg að skila inn skilagrein- inni einni sér, þarf ekki að skila inn sundurliðun á staðgreiðslu einstakra launamanna? Svar: Fyrstu þrjá mánuði 1988 verður ekki gerð sú krafa að launagreiðendur sundurliði staðgreiðslu á einstaka launa- menn. Frá og með skilum fyrir mars, sem fram fara í byrjun apríl, verður gerð krafa um slíka sundurliðun. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Starfsmenn þingsins, Jón Agnar Eggertsson fyrir miðju. 1 ræðustól erAsmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sem var sérstakur gestur þingsins. Alþýðusamband Vest- urlands lagt niður Stofnun fulltrúaráðs átta verka- lýðsfélaga af 11 í undirbúningi Borgarnesi. STRAX eftir að aukaþing Alþýðusambands Vesturlands, sem haldið var í Hótel Borgarnesi fyrir skömmu, hafði samþykkt með 25 atkvæð- um gegn 15 að leggja sambandið, boðaði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness og fráfarandi forseti Alþýðu- sambands Vesturlands, þá fulltrúa, sem áhuga hefðu, til fundar um stofnun fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Vesturlandi. A þeim fundi samþykktu fulltrúar 8 verkalýðsfélaga, af 11 á Vesturlandi, að unnið skyldi að stofnun fulltrúaráðs. Það eru verkalýðsfélögin þrjú á Akra- nesi, sem ekki vilja taka þátt í stofnun fulltrúaráðs. í undirbúningsnefnd verkalýðsfélag- anna átta eru: Kristján Jóhannsson formaður Verkalýðsafélagsins Vals í Búðardal, Bárður Jensson fomiað- ur Jökuls í Ólafsvík, Jón Agnar Eggertsson formaður verkalýsfé- lagsins í Borgarnesi og varamaðui' er Guðrún Gísladottir formaður verkalýðsfélagsins Aftureldingu Hellissandi. í nýlegu fréttabréfi Aþlþýðusam- bands Vesturlands segir í nefndará- liti, að frá upphafi hafi verkalýðs- félögin á Akranesi verið andvíg stofnun Alþýðusambands Vestur- lands og tilurð þess, þar sem þau hafi ekki séð, hvernig slíkt samband þjónaði þeirra hagsmunum. Félögin á Akranesi hafi hins vegar verið neydd til að ganga í sambandið 1980 í krafti laga Alþýðusambands Is- lands. Þá segir ennfremur, að á síðasta þingi Alþýðusambands Vesturlands, sem var haldið á Akranesi 1983, hafi komið berlega í ljós ágreiningur milli Akurnesinga og annarra þing- fulltrúa. TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Fulltrúar á aukaþingi Alþýðusambands Vesturlands. marimeklcö Kápur marimekko Kjólar marimekko Vorum aðfá nýjar sendingar • Lítið við og skoðið úrvalið . _______! & Ný sending: uuararagnr í úrvali GÆÐI • ÞJÓNUSTA GJAFAVÖRUDEILD iittala O marimekkó ®steltan / Qfdenmark é juhovo oy y'þeeling ky aarikka FINLAND J1R4RT KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. • Laugavegi 13 • Sími 625870

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.