Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 spurt og svarad I Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINSI Staðgreiðslukerf i skatta Hér fara á eftir spurningar lesenda Morgunblaðsins um staðgreiðslu opinberra gjalda og svör embættis ríkisskatt- stjóra við þeim. Gréta Halldórsdóttir spyr: Get ég nýtt mér persónuaf- slátt móður minnar sem er ellilífeyrirsþegi og býr hjá mér. Hún nýtir persónuafslátt sinn aðeins að hluta? Svar: Neí, persónuafslátt má eingöngu færa milli hjóna eða samskattaðra sambúðaraðila. Guðrún Guðmundsdóttir spyr: Hversu háar eru húsnæðis- bætur og hvenær verða þær greiddar? Eru þær miðaðar við einstakling eða hjón? Svar: Nú liggur fyrir stjórn- arfrumvarp á Alþingi þar sem gert er ráð fyrir að húsnæðis- bætur hækki í kr. 42.484 og að sú fjárhæð gildi fyrir hvern mann. Frumvarpið hefur þó ekki varið afgreitt. Gert er ráð fyrir að menn sæki um hús- næðisbætur með fyrsta framtali eftir að réttur til þeirra stofn- ast. Fjármálaráðherra mun setja reglur um útborgun hús- næðisbóta í reglugerð. Rannveig Guðmundsdóttir . spyr: Við hjónin erum með tvö börn, 17 og 18 ára, sem eru í skóla og nýta þar af leiðandi ekki persónuafslátt sinn. Getum við nýtt okkur hann? Svar: Um þetta vísast til svars við spurningu Grétu Halldórsdóttur. Svar við spurn- ingu yðar er því neitandi. Jóhanna Jóhannsdóttir spyr: Hvert eiga dagmæður að skila sínu skattkorti? Svar: Dagmæður teljast sjálf- stæðir rekstraraðilar. Þær halda skattkorti sínu sjálfar og skila mánaðarlega staðgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Mögu- legt mun verða að þeir sem hafa reiknuð laun undir tilteknu lágmarki sem ríkisskattstjóri ákveður geri skil einu sinni á ári. Hver sá sem stundar sjálf- stæðan atvinnurekstur er skyldugur að tilkynna sig á lau- nagreiðendaskrá staðgreiðslu á þar til gerðu eyðublaði. Sigríður Jónsdóttir spyr: Hvernig koma eftirstöðvar námsmannafrádráttar til frá- dráttar fyrir þá sem nýlega hafa lokið- námi? Samkvæmt fyrri reglum þá var ákveðin upphæð frádráttarbær í fimm ár. Svar: Sá frádráttur sem heimilaður var vegna ónýttra eftirstöðva námsfrádráttar vegna skólanáms, sem stundað var eftir 20 ára aldur, var felld- ur niður við upgtöku stað- greiðslukerfisins. Úrskurðaður slíkur frádráttur heldur þó gildi sínu samkvæmt ákvæðum við- komandi úrskurðar. Margét Steingrímsdóttir spyr: Ég er í fullu starfi á sumrin en hálfu á veturna. Getur mað- urinn minn nýtt persónuafslátt minn hluta af árinu? Svar: Já, hann getur það. Aðili sem hefur það lágar tekjur að hann nýtir ekki persónuaf- slátt sinn að fullu getur farið með skattkort sitt til skattstjóra og fengið afslættinum dreift á fleiri kort. Aukaskattkort sem aðili notar ekki getur hann af- hent maka sínum eða sambúð- araðila sem notar það ásamt sínu eigin korti. Snorri Gissurarson spyr: Er það rétt skilið að ellilífeyr- ir sé ekki undanskilinn útsvari eins og verið hefur? Gengur ónýttur persónuafsláttur ekki upp í eignarskatt eftir nýja skattkerfinu? Svar: Staðgreiðsla, sem hefur að geyma tekjuskatt til ríkisins og útsvar til sveitarfélaga, er tekin af ellilífeyri á sama hátt og af öðmm tekjum. Við endan- lega álagningu gjalda getur sveitarstjóm lækkað, fellt niður eða endurgreitt álagt útsvar þeirra sem nutu ellilífeyris frá almannatryggingum. Sá hluti persónuafsláttar, sem ekki verður ráðstafað á móti álögð- um tekjuskatti og útsvari, gengur ekki upp í álagðan eign- arskatt, heldur fellur niður. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir spyr: I sambandi við skilagrein á staðgreiðslu opinberra gjalda. Er nóg að skila inn skilagrein- inni einni sér, þarf ekki að skila inn sundurliðun á staðgreiðslu einstakra launamanna? Svar: Fyrstu þrjá mánuði 1988 verður ekki gerð sú krafa að launagreiðendur sundurliði staðgreiðslu á einstaka launa- menn. Frá og með skilum fyrir mars, sem fram fara í byrjun apríl, verður gerð krafa um slíka sundurliðun. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Starfsmenn þingsins, Jón Agnar Eggertsson fyrir miðju. 1 ræðustól erAsmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sem var sérstakur gestur þingsins. Alþýðusamband Vest- urlands lagt niður Stofnun fulltrúaráðs átta verka- lýðsfélaga af 11 í undirbúningi Borgarnesi. STRAX eftir að aukaþing Alþýðusambands Vesturlands, sem haldið var í Hótel Borgarnesi fyrir skömmu, hafði samþykkt með 25 atkvæð- um gegn 15 að leggja sambandið, boðaði Jón Agnar Eggertsson, formaður Verkalýðsfélags Borgarness og fráfarandi forseti Alþýðu- sambands Vesturlands, þá fulltrúa, sem áhuga hefðu, til fundar um stofnun fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna á Vesturlandi. A þeim fundi samþykktu fulltrúar 8 verkalýðsfélaga, af 11 á Vesturlandi, að unnið skyldi að stofnun fulltrúaráðs. Það eru verkalýðsfélögin þrjú á Akra- nesi, sem ekki vilja taka þátt í stofnun fulltrúaráðs. í undirbúningsnefnd verkalýðsfélag- anna átta eru: Kristján Jóhannsson formaður Verkalýðsafélagsins Vals í Búðardal, Bárður Jensson fomiað- ur Jökuls í Ólafsvík, Jón Agnar Eggertsson formaður verkalýsfé- lagsins í Borgarnesi og varamaðui' er Guðrún Gísladottir formaður verkalýðsfélagsins Aftureldingu Hellissandi. í nýlegu fréttabréfi Aþlþýðusam- bands Vesturlands segir í nefndará- liti, að frá upphafi hafi verkalýðs- félögin á Akranesi verið andvíg stofnun Alþýðusambands Vestur- lands og tilurð þess, þar sem þau hafi ekki séð, hvernig slíkt samband þjónaði þeirra hagsmunum. Félögin á Akranesi hafi hins vegar verið neydd til að ganga í sambandið 1980 í krafti laga Alþýðusambands Is- lands. Þá segir ennfremur, að á síðasta þingi Alþýðusambands Vesturlands, sem var haldið á Akranesi 1983, hafi komið berlega í ljós ágreiningur milli Akurnesinga og annarra þing- fulltrúa. TKÞ. Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Fulltrúar á aukaþingi Alþýðusambands Vesturlands. marimeklcö Kápur marimekko Kjólar marimekko Vorum aðfá nýjar sendingar • Lítið við og skoðið úrvalið . _______! & Ný sending: uuararagnr í úrvali GÆÐI • ÞJÓNUSTA GJAFAVÖRUDEILD iittala O marimekkó ®steltan / Qfdenmark é juhovo oy y'þeeling ky aarikka FINLAND J1R4RT KRISTJÁN SIGGEIRSSON HF. • Laugavegi 13 • Sími 625870
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.