Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 32

Morgunblaðið - 16.12.1987, Page 32
32 \ MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Áhrifamikil verk — seg-ir gagnrýnandi The Scotsman um sýningu Sigríðar Ásgeirsdóttur Eins og frá var greint í Morgun- blaðinu á dögunum stendur nú yfír sýning á verkum Sigríðar Asgeirsdóttur myndlistarmanns í Vaughan Gallery í St. Andrews í Skotlandi. Miðvikudaginn 18. nóvember ritaði John di Folco listagagnrýnandi mjög lofsamlega um sýninguna í dagblaðið The Scotsman, sem gefið er út í Edin- borg. Fer grein hans hér á eftir: „Listamaðurinn Sigríður Ás- geirsdóttir er enginn nýgræðingur í Skotlandi. Hún stundaði nám við Listaháskólann í Edinborg árin 1979—1984, vann samkeppni um steindan glugga í kapellu Comton Vale, kvennafangelisins í Stirling, auk þess sem hún hefur tvívegis áður átt verk á sýningum hérlend- is. _ Á sýningu hennar í Vaughan Gallery í St. Andrews eru saman komin mjög íjölbreytt verk og um leið eru endumýjuð tengsl sýning- arsalarins við Island, en hann hóf starfsemi undir heitinu The Nordic Gallery. Sigríður sýnir nú í fyrsta sinn fimm verk þar sem notuð er blönd- uð tækni. Þau eru með afbrigðum Sigríður Ásgeirsdóttir fragments ' plate gUss bwk. fÆate ■*\t - - w scoUand aísa--as ag.**asís gpiSíS ““■íWssar&s •ther a ■ — weli I IcelandJc i which thia I thename «SímtSS&,X " ** “Wly-ait wlde ranee’ i predaioa ■Mntt Stjength there ls a cleer *" 'n,gm‘Uc ^tor 1 ____John di Folc Glasgowc Three Slsters sHSSSS á,p.aTAus and I ate áhrifamikil. Þessi verk eru máluð með hrjúfum blýdufts- og kola- strokum og tryllingslegum rauðum og hvítum akrílflekkjum. Þau sýna skrímsli aftan úr fom- eskju, gædd mannlegum tilfinn- ingum, betjast og eðla sig með ofsafengnum árásum, og vekja hugboð um skuggalegt tilgangs- leysi lífsaflanna. Þama em líka mikilfengleg og stílhrein verk úr steindu gleri, „Fimm systur" og „Skógur". Þau ijóma af agaðri nákvæmni. Lista- maðurinn hefur fulla stjóm á formi þessara mynda og það verð-' ur máttugt og brothætt í senn. Þær eru settar saman úr máluðum glersneiðum sem límdar em á gagnsæjar glerplötur. Þar renna dökk laufótt mynstur og ljósir dílar fagurlega saman í eitt. Því miður er dregið ofurlítið úr myrku gagnsæi þessara verka og þar með úr heildaráhrifum þeirra, með ónógri baklýsingu og fremur óskipulegri uppstillingu. í öllum þessum stóm verkum og hinum nýskornu tréskúlptúr- um, „Tumum styrkleikans", kemur greinilega fram vaxandi öryggi í meðferðinni á hreinu formi, sem skilar sér ekki alveg nógu vel í hinum tólf dularfullu blekteikningum hennar. TOLLALÆKKUNI Armúla 17! KENWOOD GEISIÆPIIÆI w DP-460 NÝ VERSLUN - NYTT VERÐ Við bfðum ekki til áramóta. Höfum nú þegar lækkað verðið á geislaspilurum í það verð sem verður við tollalækkun eftir áramót. ATH.: 10% afsláttur af geislaplötum í eitt ár til þeirra sem kaupa geislaspilara hjá okkur. Goodmans NAD FALKANS SÍMAR 688840 - 83176 POSTKROFUSIMI 685149 ALLAN SOLARHRINGINN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.