Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 16.12.1987, Qupperneq 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1987 Ný fiskveiðistefna Byggðakvóti, opnun o g sveigjan- leiki í stað lokaðrar miðstýringar eftir Ölaf Ragnar Grímsson Stefnumótun í sjávarútvegi er höfuðatriði á vettvangi íslenskra þjóðmála. Þróun fiskyeiða og fisk- vinnslu ræður úrslitum um sóknar- kraft atvinnulífsins og velferð landsmanna í framtíðinni. Islend- ingum hefur jafnan vegnað best þegar nýsköpun og fjölþætt upp- bygging hafa sett svip á sjávarút- veginn. Mistök í mótun fiskveiði- stefnunnar geta fjötrað þróun mikilvægustu útflutningsgreinar okkar í áraraðir, komið í veg fyrir vöxt byggðar víða um land og hindrað þá endumýjun sem ætíð verður að vera í útgerð og fisk- vinnslu. Sú fiskveiðistefna sem ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins lögfesti fyrir nokkrum árum og núverandi ríkisstjóm hefur ákveðið að framlengja fram á næsta áratug hefur reynst meingölluð. Hún hefur fest í sessi læst miðstýr- ingarkerfi sem útilokar nauðsynleg- an sveigjanleika og tekur ekkert tillit til ólíkra þróunarmöguleika einstakra byggðarlaga. Hún kemur í veg fyrir tilraunir með nýjar stjómunaraðferðir og gerir komm- isarakerfið ráðuneytisins að valda- miðstöð sjávarútvegsins. Hún rígbindur kvóta við eignarhald á skipum og stuðlar þannig að marg- víslegu braski og yfirverði á fisk- veiðiflotanum. Hún býr til nánast óyfirstíganlegar hindranir fyrir nýja aðila sem vilja koma inn í sjávarút- veginn og gefur þeim fyrirtækjum sem voru í rekstri fyrir hálfum ára- tug síðan langvarandi forgang. Fiskveiðistefna ríkisstjórnarinn- ar gerir höfuðatvinnuveg Islendinga að lokuðu kerfí þar sem ráðuneytið er æðstiprestur. Nýjungar, frum- kvæði, umsköpun og endurnýjun eru nánast fryst úti. Þessa stefnu ætlar meirihluti Alþingis nú að lög- festa til ársins 1991. Slík ákvörðun er ekki aðeins röng. Hún getur beinlínis drepið sjávarútveginn í dróma. Það er því brýn nauðsyn að setja fram aðra fískveiðistefnu sem tæki mið af því að útrýma þessum stóru ágöllum. Sú stefna þarf að grund- vallast á því: — að auðlindir sjávarins séu sam- eign þjóðarinnar, — að hagsmunir byggðarlaganna en ekki eignarhald á skipum séu forsenda úthlutar á veiðiheimildum og — að opnun og sveigjanleiki séu byggð inn í kerfíð til að auðvelda inngöngu nýrra aðila, leiðréttingu á hag einstakra byggðarlaga og tilraunir með nýjar stjómunarað- ferðir. Fiskveiðistef na Alþýðubandalagsins Á fyrsta fundi nýkjörinnar mið- stjómar Alþýðubandalagsins var samþykkt sérstök ályktun um físk- veiðistefnu sem þingflokkurinn hafði unnið að og fjallaö var um á sérstakri ráðstefnu sem flokkurinn efndi til um framtíð sjávarútvegs á íslandi. Þessi nýja fískveiðistefna er heilsteyptur valkostur sem komið gæti til framkvæmda þegar í upp- hafi næsta árs. Hún samrýmist betur hagsmunum byggðarlaganna, eignarrétti þjóðarinnar á fískimið- unum og þörfinni á nýsköpun í sjávarútvegi en hin meingallaða stefna síðustu ríkisstjórnar sem Alþýðuflokkurinn hefur nú sam- þykkt að framlengja. Fiskveiðistefna Alþýðubanda- lagsins setur byggðahagsmuni og valddreifingu í stað læstrar mið- stýringar. Hún kemur í veg fyrir brask með skíp til að fá aðgang að afla og útrýmir yfirverði á fisk- veiðiflotanum.Hún vísar veginn inn í nýja framtíð þar sem endurnýjun og nauðsynlegur sveigjanleiki í þró- un sjávarútvegsins fá að njóta sín. Það eru þijú grundvallaratriði sem setja svip á þessa nýju fisk- veiðistefnu. Þau eru í sameiningu þess eðlis að stærstu gallarnir á núverandi kerfi yrðu ekki lengur við lýði. Þessi grundvallaratriði eru: — sameign þjóðarinnar á auðlind- um hafsins — byggðakvóti kemur í stað rígbindingar við skip — allt að. 10% heildaraflans má ráðstafa tii að tryggja oþnun og sveigjanleika. Sameign Islendinga — Hagsmunir byggðanna Fiskveiðistefna ríkisstjórnarinn- ar hefur miðast við að gera eignar- aðila í útgerð — einstaklinga og fyrirtæki — að raunverulegum léns- herrum hafsins sem einir ættu í reynd allan rétt. Alþýðubandalagið setur hins vegar fram stefnu sem byggist á því að fiskistofnanir og aðrar sjávarauðlindir séu ævarandi sameign allra íslendinga og leggur fram tillögur um ráðstöfun veiði- heimilda í samræmi við þetta grundvallaratriði. Við leggjum til að veiðiheimildum verði að verulegu leyti úthlutað til byggðarlaga þar sem allir íbúar sitja við sama borð og hin félags- lega eign á auðlindunum tengist á raunhæfan hátt atvinnulífi lands- hlutanna. Ríkisstjórnin bindur veiðiheimildimar hins vegar alfarið við eignarhald á skipum. Þótt Hall- dór Ásgrímsson hafi tekið inn eina nýja grein um sameign þjóðarinnar og sett fremst í frumvarp ríkis- stjórnarinnar em allar hinar grein- arnar áfram í gamla búningnum. Fyrsta greinin er því bara mála- myndafriðþæging fyrir Alþýðu- flokkinn sem hefur í reynd látið beygja sig og gleypt gamla kerfið. Fiskveiðistefna Alþýðubanda- lagsins felur hins vegar í sér kerfisbundna úrfærslu þess grund- vallaratriðis að fískstofnanir séu sameign allra íslendinga. Þannig yrði sjálf fískveiðistjórnin í sam- ræmi við höfuðforsenduna en í frumvarpi ríkisstjórnarinnar er fyrsta greinin eins og út úr kú í samanburði við allt meginefni frum- varpsins. Áuk þess að miða fiskveiðistjóm- ina við sameiginlega eign á auðlind- unum þarf að skipuleggja sóknina í fískistofnana í samræmi við sér- fræðilegt mat á stærð þeirra og undir eftirliti óháðrar stofnunar. Markmiðið verði að auka gæði afla og afurða, að hámarksafrakstur fáist miðað við ákveðin tímabil og ofveiði eigi sér aldrei stað. Byg-g-ðakvóti í stað rígbindingar við skip í stað þess að binda kvóta alfar- ið við skip, eins og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsókn- arflokksins ákvað og Alþýðuflokk- urinn hefur nú samþykkt að gert verði til ársins 1991, leggur Al- þýðubandalagið til nýtt kerfí sem byggist á því að úthluta veiðiheim- ildum til byggðarlaga. í þessu kerfí yrði veiðiheimildum á bolfíski skipt í tvo flokka. í fyrsta lagi yrði 2h hlutum veiði- heimildanna úthlutað til byggðar- laga samkvæmt sérstakri reikni- reglu. Hún felur ? sér að fjórðungur þessa nýja byggðakvóta yrði reikn- aður út frá úthlutuðu afla- og sóknarmarki skipa í byggðarlögum eins' og sú úthlutun var að meðal- tali árin 1984—1986. Þrír fjórðu hlutar yrðu hins vegar reiknaðir út frá úthlutðu afla- og sóknai-marki skipa í byggðarlögum í ái'slok 1987. I öðru lagi yrði ’/:! hluta veiði- heimilda úthlutað til útgerðar á skip og skal sá hluti reiknaður með sama hætti og ákveðið var í reglu- gerð fyrir árið 1987. Eftir að byggðakvóti hefur verið reiknaður skal honum deilt á milli þeirra skipa sem fá kvóta úthlutað í viðkomandi byggðarlagi í hlutfalli við veiðiheim- ildir þeirra. Við sölu skipa úr byggðarlaginu fylgir þeim einungis sá þriðjungur aflakvótans sem fórtil útgerðarinn- ar. Tveir þriðju hlutar verða hins vegar áfram í byggðarlaginu og endurúthlutað þar í samræmi við ákveðnar reglur. Hagur byggðar- laganna verður þannig algert forgangsatriði. Kostir byggðakvótans Með því að binda veiðiheimildir við byggðarlög er verið að tryggja hag sjómanna og starfsfólksins í fiskiðnaði og allra íbúa þeirra byggðarlaga sem byggja afkomu sína á öruggri og skipulagðri nýt- ingu sjávarafla. Þær reiknireglur sem Alþýðu- bandalagið leggur til að notaðar verði hafa einnig í för með sér að komið yrði nokkuð til móts við þau byggðarlög sem tapað hafa mestum aflakvóta á undan- förnum árum vegna ranglætisins í kerfi ríkisstjórnarinnar. Byggðakvótinn kemur auk þess í veg fyrir brask í tengslum við skipa- og kvótasölu sem þróast hefur í skjóli ríkjandi fiskveiði- stefnu. Óeðlilegt verð á fiskiskipum myndi hverfa að mestu. Keppni milli byggðarlaga um kaup á skip- um til að komast yfir afla myndi hætta og þannig yrði stuðlað að aukinni hagkvæmni í útgerð. Raun- hæfara arðsemismat myndi gilda í viðhorfum til skipakaupa. Tilraunir með nýjar stjórnunar- aðferðir eins og til dæmis sölu eða uppboð á kvóta, sem ýmsir hafa talað um en enginn getur fullyrt hvernig kæmi út í reynd, yrðu auð- veldari því að kvótinn myndi engu að síður halda áfram að dreifast um landið. Óttinn við tilraunir með nýjar aðferðir yrði minni þar eð hættan á ofurvaldi hinna fáu sterku væri ekki lengur við lýði. Jafnframt opnar byggðakvótinn möguleika á ýmiss konar sjálfstjórn byggðarlag- anna í þróun sjávarútvegsins. Ásamt heimildinni til að ráðstafa allt að 10% heildaraflans til opnun- ar og sveigjanleika yrði byggða- kvótinn í reynd sú þróunarbraut sem auðveldar nýsköpun, nauðsyn- legar tilraunir með nýjar aðferðir og stuðlar að fráhvarfi frá miðstýr- ingarstefnu ráðuneytislns. Opnun ogf sveigjanleiki Saga sjávarútvegsins sýnir að endurnýjun á rekstraraðilum, opn- un fyrir einstaklinga, fjölskyldur, samstarfshópa og ýmsar tegundir af fyrirtækjum — hlutafélög, sam- vinnufélög og byggðafyrirtæki — og tiltölulega fijáls tilraunastarf- semi með ýmiss konar nýjungar eru allt frumforsendur þess að höfuðat- vinnuvegur íslendinga búi yfir þeim sóknarkrafti sem í sífellu skapar aukin verðmæti og vaxandi þjóðar- arð. Ef lokað er á þessa endurnýjun- arkrafta þá hætta þeir sem veitt geta sjávarútveginum nýjan þrótt smátt og smátt að sækja inn á þenn- an vettvang. Neikvæð viðhorf gagnvart nýjum aðilum sem vilja spreyta sig verða til þess að fólk Ólafur Ragnar Grímsson „Fiskveiðistefna ríkis- stjórnarinnar gerir höf uðatvinnuveg Is- lendinga að lokuðu kerf i þar sem ráðuneyt- ið er æðstiprestur. Nýjungar, frumkvæði, umsköpun og endurnýj- un eru nánast frýst úti. Þessa stefnu ætlar meirihluti Alþingis nú að lögfesta til ársins 1991. Slík ákvörðun er ekki aðeins röng. Hún getur beinlínis drepið sjávarútveginn í dróma.“ með frumkvæðið og hugmyndirnar sækir annað. Það er megingalli hins læsta miðstýringarkerfis sem ríkis- stjórnin ætlar nú að framlengja að þar er hvorki opnun né sveigj- anleika að finna. Allt er rígskorðað við þá sem fyrir voru á bási. Gömlu rekstraraðilarnir virðast eiga að fá eilífan forgang. Kerfi ríkisstjórn- arinnar sameinar verstu ein- kenni eignarhaldsskipunar lénstímans og ráðuneytadrottn- un hinna miðstýrðu hagkerfa. Það er beinlínis aðför að þróunar- krafti íslensks sjávarútvegs að ætla sér að framlengja svona kerfi. í fiskveiðistefnu Alþýðubanda- lagsins eru hins vegar ákvæði sem tryggja nauðsynlega opnun og sveigjanleika sem ætíð þurfa að einkenna þróun sjávarútvegs og fískvinnslu. Við leggjum til að skipulag fiskveiðistjórnunarinn- ar feli í sér að í framtíðinni verði heimilað að úthluta allt að 10% heildaraflans í þágu opnunarinn- ar og sveigjanleikans. Þessi úthlutun verði miðuð við. a) að tryggja aðgang nýrra rekstraraðila b) að leiðrétta hag einstakra byggðarlaga c) að gera tilraunir með nýjar stjórnunaraðferðir. Nýir rekstraraðilar — Leiðrétting í þágri byggðarlaga í ljósi þess að þróun sjávarút- vegsins á íslandi hefur byggst á því að mikill hreyfanleiki hefur ver- ið innan greinarinnar — fyrirtæki koma og fara og rekstrartími þeirra nær sjaldan mörgum áratugum; flestir hafa byijað smátt, bæði í verkun og sjósókn; byggðarlög hafa beitt margvíslegum nýjum rekstrar- formum — þá er það óneitanlega ærið sérkennileg afstaða sem fyrr- verandi "'kisstiórn mótaði og sú núverandi ætlar að lögfesta áfram til 1991 að eingöngu þeir sem verið hafa í útgerð á undanförnum hálf- um áratug eiga að fá aðgang að sjávarútveginum. Allir aðrir eru lokaðir úti nema þeir útvegi sér fjár- magn til að kaupa skip á upp- sprengdu verði. í fiskveiðistefnu Alþýðubanda- lagsins er kerfið hins vegar opnað með því að heimila að veija ákveðn- um prósentum heildaraflans til úthlutunar á veiðiheimildum til nýrra aðila sem uppfylla tiltekinn almenn skilyrði. Slík úthlutun gæti einkum verið í þágu smárra rekstr- araðila til að gera þeim kleift að byija. Þá fengju fleiri að spreyta sig og þeir sem duga, gætu vaxið áfram innan hins almenna úthlut- unarkcrfis. Á þennan hátt fengjn líka þeir sem fyrir væru nauðsyn- legt aðhald og samkeppni. Þeir gætu ekki lengnr skákað í því skjólinu að kerfið væri lokað en stefna ríkisstjórnarinnar veitir einmitt lélegum rekstri slíka kaskótry ggingu. Jafnframt yrði heimilað að veija nokkrum hluta af þessum 10% heildaraflans til að greiða götu upp- stokkunar á rekstri í einstökum byggðarlögum og leiðrétta hag þeirra byggðarlaga sem illa hefðu orðið úti vegna tímabundinna erfið- leika. Þannig skapaðist sveigjan- leiki innan kerfisins til að stuðla að eðlilegri byggðaþróun og koma í veg fyrir að einstök áföll myndu ríða atvinnuþróun á afmörkuðum svæðum að fullu. Nýjar stjórn- unaraðferðir Á undanförnum mánuðum hafa komið fram á ráðstefnum, í blaða- greinum og á öðrum vettvangi margvíslegar hugmyndir og tillögur um nýjar stjórnunaraðferðir í sjáv- arútvegi sem tryggt gætu þjóð- hagslega arðsemi og eðlilegan vöxt atvinnugreinarinnar betur en kerfi ríkisstjórnarinnar. Sjávarútvegs- ráðherra hefur kosið að loka alla þessa umræðu úti og koma í veg fyrir að á næstu árum fáist reynsla af nýjum aðferðum. Aðrir ráðherrar virðast nú hafá samþykkt þessa útilokunarstefnu gagnvart tilraun- um með aðrar stjórnunaraðferðir. í fískveiðistefnu Alþýðubanda- lagsins er hins vegar kveðið á um að tilraunir með nýjar stjórnunarað- ferðir eigi að vera fastur liður í framkvæmd fiskveiðistjórnunarinn- ar á hveijum tíma. Ákveðnum hluta heildaraflans á að veija til slíkra tilrauna svo að reynsla fáist af því hvaða hugmyndir eru raunhæfar og hvernig hinar ýmsu tillögur um nýjungar gefast í reynd. Þess vegna er stjórnunartilraunum ætlaður ákveðinn hluti þeirra 10% heildar- aflans sem markaður er opnun og sveigjanleika. Með slíku fyrir- komulagi yrði tryggt að umræð- an um stjórnun þessarar auðlindar héldi áfram og yrði bæði raunhæf og árangursrík. Hinar ólíku kenningar yrðu próf- aðar með markvissum tilraunum og síðan yrði hægt að nýta þær sem gæfust best. Kerfi ríkisstjórnarinnar lokar hins vegar á slíka þróun næstu fjög- ur árin. Það sýnir vantrú ráðherr- anna á eigin stefnu að þeir vilja ekki heimila raunhæfar tilraunir með aðrar aðferðir í fiskveiðistjórn- un. Stefna Alþýðubandalagsins myndi þvert á móti skapa fijóan jarðveg fyrir lifandi og raunhæfa umræðu sem leitt gæti til beinna nýjunga á vettvangi sjávarútvegs- ins sjálfs. Hægt er að nefna tvær tegundir af tilraunum sem stefna Alþýðubandalagsins myndi heimila: 1. Sjálfsstjórn byggðarlaganna í kvótaúthlutun. Einstökum byggð- arlögum yrði beimilað að prófa úthlutun á byggðakvótanum með nýjum aðferðum. Þar gæti komið til greina: a) Samstarf sveitarstjórna á stærri svæðum. b) Sameiginlegur vettvangur sveit- arstjórna, rekstraraðila, samtaka launafólks og annarra félagssam- taka sem myndu á félagslegum grunni skipuleggja veiðiheimildirn- ar í samræmi við atvinnuhagsmuni byggðarlagsins. c) Svæðisbundin uppboð þar sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.